COVID-19: Rúmlega milljarður skammta bóluefnis borist

0
757

Markmiði um að koma einum milljarða skammta bóluefnis gegn COVID-19 til skila í þróunarríkjum var náð um helgina. Þá bárust 1.1 milljónir skammta til Afríkuríkisins Rúanda.

Alþjóða heilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ásamt samstarfsaðilum sínum GAVI og CEPI og UNICEF fylkt liði í því skyni að koma bóluefni á framfæri við fátækari ríki. Nú hafa 144 ríki fengið bóluefni á vegum COVAX.

Átaks er þörf því 13.janúar hafði innan við 10% íbúa í 36 aðildarríkjum WHO verið bolusettur og minna en 40% í 88 ríkjum.

Bóluefni hamstrað

COVAX hefur þurft að glíma við að auðug ríki hafa hamstrað bóluefni. Þá hafa landamæri lokast vegna útbreiðslu sjúkdómsins eða aðgangur torveldast. Þá hafa lyfjafyrirtæki verið ófús að gefa eftir réttindi og útvega tæknilega aðstoð með þeim afleiðingum að framleiðslugeta hefur ekki verið nýtt.

35 þúsund skammtar frá Íslandi eru komnir á áfangastað í kaldri geymslu í Abidjan í Côte d’Ivoire.

COVAX starfar nú náið með ríkisstjórnum, framleiðendum og samstarfsaðilum til að koma bóluefni áleiðis til þeirra sem á því þurfa að halda.

„Sú vinna sem liggur að baki þeim milljarði skammta sem hafa komist á áfangasað eru einfaldlega áminningum um hve mikið verk er óunnið,“ sagði Alþjóða heilbrigðismálastofnunin í yfirlýsingu.

Ísland er hluti af COVAX samstarfinu. Fyrstu skammtarnir af bóluefni frá Íslandi bárust til Côte d’Ivoire (Fílabeinsstrandarinnar). 35.700 skammtar af AstraZeneca-bóluefninu bárust með flugi til Abidjan 19.september.