COVID-19: týnd kynslóð í menntakerfinu?

0
780
Alþjóða menntadagurinn
Alþjóða menntadagurinn Mynd: UNESCO

COVID-19 faraldurinn hefur valdið mestu truflun á menntun sem um getur. Ef ekki verður að gert kunna börn að hafa orðið fyrir óbætanlegum skaða. Þau glíma ýmist við þann vanda sem fylgir fjarnámi og/eða lokun skóla.

Alþjóðlegi menntadagurinn 24.janúar. Að þessu sinni er kastljósinu beint að nauðsyn þess að efla samvinnu og alþjóðlega samstöðu. Menntun og símenntun ber að vera miðlæg í endurreisnaraðgerðum eftir COVID-19. Ekki síst í umbreytingunni í átt til öruggari og sjálfbærari samfélaga í þágu allra.

Alþjóða menntadagurinn
Lokun skóla. Mynd: UNICEF/Everett

Menntun er ekki aðeins grundvallar mennréttindi. Í henni felast réttindi sem læsar úr læðingi önnur mannréttindi. Þau eru sameiginleg gæði og einn af helstu drifkröftum framafara í öllum 17 Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Þegar menntakerfi hrynur er tómt mál að tala um frið, velmegun og framleiðin samfélög. Nú meir en nokkru sinni fyrr er þýðingarmikið að tryggja “jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla”, eins og segir í fjórða málefni Heimsmarkmiðanna.

Ójöfnuður eykst

Áður en heimsfaraldurinn braust út var þegar við ramman reip að draga að tryggja fyrirheitið sem fólst í því að viðurkenna menntun sem mannréttindi.  COVID-19 hefur enn hnykkt á ójöfnuði hvað varðar tækifæri til menntunar. UNICEF hefur varað við því að fyrirliggjandi ójöfnuður í aðgangi að tækjum og tólum dýpki enn núverandi náms-kreppu í heiminum. https://www.unicef.org/press-releases/unequal-access-remote-schooling-amid-covid-19-threatens-deepen-global-learning

Alþjóða menntadagurinn
11 milljónir stúlkna eiga kannski ekki afturkvæmt á skólabekk. Mynd: UNESCO

„Brýn þörf er á að tryggja aðganguað tækni og öðrum nauðsynlegum gögnum til að nám geti haldið áfram eftir lokun skóla,“ segir Robert Jenkins menntastjóri UNICEF. Hann segir að þarna sé mikill ójöfnuður í heiminum. „Þá standa börn sem njóta lítils stuðnings í námi heimafyrir mjög höllum fæti. Það skiptir sköpum ef hægt er að tryggja aðgang að ýmiss konar kennslugögnum og hraða aðgangi allra barna að internetinu í hverjum skóla.” Hann bætti við: „Það var náms-kreppa ríkjandi áður en COVID-19 braust út. Nú er gjáin enn breiðari og kreppan dýpri.“

11 milljónir stúlkna eiga hugsanlega ekki afturkvæmt

Fjarnám og lokun skóla kann að grafa undan áratuga gamalli framþróun í auknu jafnrétti kynjanna í menntun og fleiri sviðum. Um allan heim eykst hætta á barneignum á unglingsaldri, snemmbærum og þvinguðum hjónaböndum auk ofbeldis. Fyrir margar stúlkur er skólinn ekki aðeins lykill að betri framtíð heldur líflína.

Áður en heimsfaraldurinn reið yfir sátu 130 milljónir stúlkna í heiminum ekki á skólabekk. Að mati UNESCO eiga 11 milljónir til viðbótar á hættu að eiga ekki afturkvæmt á skólabekk. UNESCO og samstarfsaðilar stofnunarinnar í Alheims menntabandalaginu (Global Education ) hafa hleypt af stokkunum herferðinn #NámStöðvastAldrei  til að tryggja að allar stúlkur geti lært á meðan skólar eru lokaðir.

Litli prinsinn í heimsókn á Alþjóða menntadaginn

Burtséð frá aðgangi að tækni til fjarnáms og jafnfréttishliðinni, þá hefur COVID-19 svipt börn um allan heim skólavist. Hún hefur þýðingarmiklu hlutverki að gegna í því að skapa samstöðu og samfélagskennd. Börnin hitta ekki vini sína og eru einmana heima hjá sér.

Á Alþjóða menntadaginn hefur Menntastofnun Sameinuðu þjóðanna hleypt af stokkunum námshátíð 24.og 25.januar. Litli prinsinn, hin ástsæla söguhetja samnefndrar sögu franskakemur í heimsókn. Börnum er boðið að taka þátt í keppni í ritleikni um hvað þau myndu ræða við Littla prinsinn um ef hann kæmi í heimsókn á meðan skólar væru lokaðir.

Nærri áttatíu árum eftir útkomuna á Litli prinsinn enn erindi við okkur. Hann flytur okkur fangaðarerindi „um afl bókmenntanna og ímyndunaraflsins sem virkja má andspænis hinu óþekkta. Að læra að lesa heiminn og sjá hann í nýju ljósi,“ segir Audrey Azoulay forstjóri UNESCO. Hún hvetur öll börn og unglinga til að taka þátt í ritleikni-keppninni: „allir nemendur geta verið litlir prinsar ímyndunaraflsins.“