Dagur arabískrar tungu. Arabíska tungumálið er styrk stoð í menningarlegri fjölbreytni mannkynsins. 420 milljónir manna tala arabísku að staðaldri. 18.desember er Alþjóðlegur dagur arabískrar tungu.
Dagurinn varð fyrir valinu því á þeim dagi samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að arabíska yrði sjötta opinbera mál samtakanna.
„Í aldanna ás hefur arabíska verið þungamiðja í samskiptum á milli meginlanda og menningarheilda,”segir Audrey Azoulay forstjóri UNESCO. „Á degi arabískrar tungu hvetur UNESCO alla til að huga að sameiginlegum rótum siðmenninga og vinna að einingu í heiminum.“
Árabíska er talin fimmtán hundruð ára gömul. Klassíska arabísku má rekja til 6.aldar. Hún er semitískt mál eins og aramíska og hebreska og rituð frá hægri til vinstri.
Aðeins fjögur tungumál eru töluð af fleira fólki en arabíska. Hún er fyrsta mál 319 milljóna manna. Arabískumælandi fólk býr í 59 ríkjum.
Ólíkar mállýskur
Margar mállýskur rúmast innan talaðrar arabísku. Þótt þær séu ólíkar innbyrðis byggist lestur og skrift, ritháttur, málfræði og greinarmerkjasetning á nútíma staðlaðri arabísku.
Nokkur munur er henni og talaðri arabísku, en meiri á milli hinna ýmsu mállýskna. Lítill munur er á arabískunni sem töluð er í Mið-Austurlöndum; í Flóaríkjunum, Írak, Líbanon, Sýrlandi, Palestínu, Jórdaníu og Egyptalandi.
Hins vegar er sú arabíska sem töluð er í norður Afríku öðruvísi hvað varðar byggingu og orðaforða. Arabískumælandi fólk, til dæmis frá Mið-Austurlöndum skilur trauðla Alsíringa og Marokkóbúa.
Egypsk arabíska skilst vel víða annars staðar en sama verður ekki sagt um Kaíró-mállýskuna. Egyps arabíska skilst það vel að hún er notuð í sjónvarpsþáttum og kvikmundum sem njóta vinsælda víða í hinum arabískumælandi heimi.