Dagur gegn mismunun kynþátta

0
488
alt

Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á Alþjóðlegum degi til upprætingar mismununar kynþátta, 21. mars 2011:

Á hverju ári er fjöldamorðanna í Sharpville árið 1960 minnst. Lögregla í Suður-Afríku skaut þá tugi friðsamra manna til bana sem mótmæltu kynþáttaaðskilnaðarlögum.

Í ár er Alþjóðlegi dagurinn fyrir upprætingu mismununar kynþátta helgaður baráttu fyrir afnámi mismununar fólks af afrískum uppruna. Þetta val endurspeglar yfirlýsingu Allsherjarþingins um að árið 2011 skuli helgað fólki af afrískum uppruna.

altSú mismunun sem fólk af afrísku bergi brotið má þola er skelfileg. Oft er það fast í fátæktargildrun að hluta til sökum fordóma; fátæktin verður svo skálkaskól enn frekari útskúfunar. Oft og tíðum skortir fólkið aðgang að menntun sökum hleypidóma og er svo meinað um atvinnu vegna menntunarskorts. Þessi og önnur grundvallar rangindi eru hluti af langri og hræðilegri sögu, meðal annars þrælaverslunarinnar þvert á Atlantshafið en afleiðingarnar finnast enn þann dag í daga.

Áratugur er liðinn frá Heims ráðstefnunni í Durban gegn kynþáttamismunun, útlendingahatri og skyldu umburðarleysi. Þar var samþykkt framsýn og heildstæð áætlun til höfuðst kynþáttahatri þar sem valdefling folks af afrískum uppruna var ofarlega á blaði.
Þetta Alþjóða ár er tækifæri til að efla þessa viðleitni og viðurkenna hins mikla framlags fólks af afrískum stofni til pólitískrar-, efnahagslegrar,- og menningarlegrar þróunar samfélaga okkar allra.  

Til þess að yfirvinna kynþáttahatur þurfum við að eiga við opinbera stefnumótunun og afstöðu einstaklinga sem býr að baki. Á þessum Alþjóða degi hvert ég Aðildarríkin, alþjóðleg samtök og almannasamtök, fjölmiðla, borgaralegt samfélag og alla einstaklinga til þess að leggja sitt af mörkum til Alþjóðaárs fólks af afrískum stofni og berjast gegn kynþáttahatri hvar og hvenær sem er,
 

Ban Ki-moon.