Dagur kínverskrar tungu eða 联合国中文日

0
186
Kínverska
Kínverskt letur. Mynd: Cherry Lin/Unsplash

Kínverska. Mandarín. Dagur kínverskrar tungu  (联合国中文日) er haldinn árlega 20.apríl á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið er að „hafa í heiðri fjöltungu- og menningarlegan fjölbreytileika, auk þess að efla notkun allra sex opinberra vinnu-tungumála Sameinuðu þjóðanna hvarvetna innan samtakanna.“

Kínverska, sérstaklega ritmálið, er í raun hópur tungumála, sem Han Kínverjar – meirihlutinn- tala, auk nokkurra annara kynþátta í Kína.

Ólíkar mállýskur

Kínverska
Kínverska

Mandarin, eins og hið viðurkennda opinbera mál er nefnt, byggir á mállýskunni sem töluð er í höfuðborginni Beijing. Það er einnig talað í stórborginni Shanghæ og í stórum hluta landsins.  Auk þess er það opinber tunga Tævan og eitt fjögurra opinberra mála Singapúr.

Hins vegar er Kanton-mállýskan töluð í Guangdong-héraði í suðurhluta landsins, auk Hong Kong og Macau. Margir kínverskir innflytjendur á Vesturlöndum eiga rætur að rekja til héraðsins og tala því Kanton-mállýskuna.

Mandarín og Kantóníska nota sama grunn-stafrófið, en mállýskurnar eru aðskildar og skiljast ekki innbyrðis.

16% tala kínversku

Kínverska
Kínversk skrautskrift. Mynd: Qi Xna/Unsplash

Um 1.3 milljarður manna eða 16% jarðarbúa tala einhvers konar kínversku sem fyrsta mál.

20.apríl varð fyrir valinu sem dagur kínverskunnar því þann dag, eða um það leyti að minnsta kosti, halda Kínverjar Guyu-hátíð til heiðurs Cangjie, sem sagður er höfundur kínverska stafrófsins fyrir fimm þúsund árum. Sagan segir að þegar Cangjie opinberaði stafrófið hafi guðir og draugar hrópað upp yfir sig og þá hafi rignt hirsi. Orðið Guyu þýðir bókstaflega hirsis-regn.