Danir sækjast eftir aðild að Mannréttindaráði SÞ

0
454

Danir heyja harða kosningabaráttu til að ná kjöri í Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna
en sæti losna í ráðinu í næsta mánuði, að sögn Berlingske Tidende.

Auk Dana sækjast Ítalir og Hollendingar eftir setu í ráðinu,
en aðeins tvær þjóðir úr hópi Vesturlanda verða kjörnar. Berlingske Tidende segir kosningabaráttu Dana hafa verið árangursríka og þeir séu nærri því að ná kjöri. Engu að síður hefur verið á brattann að sækja fyrir Dani í Mannréttindamálum á Alþjóðavettvangi vegna stefnu þeirra í innflytjendamálum og gagnrýni á frammistöðu ríkisstjórnarinnar í Skopmyndunum af Múhameð Spámanni.  Bæði Öryggis- og
samvinnustofnun Evrópu og Evrópuráðið hafa gagnrýnt mannréttindi í Danmörku í nýlegum úttektum.