Danmörk í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna

0
28
Danska sendinefndin á Allsherjarþinginu í dag: Christina Markus Lassen, fastafulltrúi Dana fyrir miðju og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra til hægri.
Danska sendinefndin á Allsherjarþinginu í dag: Christina Markus Lassen, fastafulltrúi Dana fyrir miðju og Lars Løkke Rasmussen utanríkisráðherra til hægri.

Danmörk hefur verið kosin í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í fimmta skipti í sögunni. Það er Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem kýs tíu af fimmtán meðlimum Öryggisráðsins en fimm ríki eiga þar fast sæti.

Danmörk og Grikkland náðu kjöri fyrir hönd svokallaðs Vestur-Evrópu og annara hópsins. Danir fengu 184 atkvæði af 190 en Grikkir 182. Pakistan, Panama og Sómalíu setjast svo í ráðið fyrir hönd Asíu, Suður-Ameríku og Afríku. Öll ríkin voru í framboði innan sinna ríkjahópa án mótframboðs. Kjörtímabil þessara ríkja er frá ársbyrjun 2025 til ársloka 2026.

Christina Markus Lassen, fastafulltrúi Dana á fundi Öryggisráðsins.
Christina Markus Lassen, fastafulltrúi Dana á fundi Öryggisráðsins. Mynd:. UN Photo/Loey Felipe

Eyrnamerkt sæti

Tveimur sætum í Öryggisráðinu er úthlutað til ríkja innan svokallaðs Vestur-Evrópu og annara hóps og er kosið annað hvert ár. Tvö sæti eru eyrnarmerkt Suður-Ameríku og Karíbahafs-ríkjahópnum og er kosið um eitt sæti árlega. Sami háttur er hafður á við kjör tveggja ríkja frá Asíu og Kyrrahafssvæðinu.

Alls eru því tíu ríki kosin til setu í Öryggisráðinu, en auk þeirra eiga fimm ríki þar fast sæti og hafa neitunarvald. Það eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland.

Atkvæðagreiðsla á Allsherjarþinginu í dag.
Atkvæðagreiðsla á Allsherjarþinginu í dag. Mynd: UN Photo/Manuel Elías