Darfur: Erindreki SÞ segir að deilendur verði að leggja niður vopn og leyfa flutninga aðstoðar

0
487

6. mars 2007 –Jan Eliasson, erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag deilendur í Darfur til að slíðra sverðin á fundi með fréttamönnum, er Öryggisráðið kom saman til lokaðs fundar til að ræða ástandið í héraðinu. 

 Jan Eliasson, sem hélt til Súdans ásamt erindreka Afríkusambandsins Salim Ahmed Salim í síðasta mánuði , benti á að deilendur hefðu allir viðurkennt þá að það væri engin hernaðarlausn möguleg í deilunni. 
Eliasson lagði áherslu á að grípa þyrfti til aðgerða á staðnum. “Þetta er pólitískt ferli en deilendur þurfa líka að sýna fram á áþreifanlegan árangur til að sanna pólitiskan vilja sinn. Ef þeir segja að það sé engin ernaðarlausn og segjast vilja halda áfram pólitísku ferli, verða þeir að sýna að þeim sé alvara með því að draga úr ofbeldisverkum og í raun hætta átökum.” 
Sjá nánar::  http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21778&Cr=sudan&Cr1=