Deyjandi fegurð íslenskra jökla

3. Glacier 1

Eskinder Debebe hefur ljósmyndað fundi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna með voldugustu mnnum jarðar í tvo og hálfan áratug. Debebe, sem er Eþíópíumaður, tók myndir á Allsherjaringinu árið 1988 og ári síðar gekk hann til liðs við Sameinuðu þjóðirnar beint frá prófborði í Bandaríkjunum. Hann hefur ljósmyndað þrjá framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á ferðum þeirra í rúmlega áttatíu löndum.

Þegar hann var spurður að því hvernig hann lýsti því sem fyrir augu bar í Íslandsferðinni sagði hann „Fegurð er fyrsta orðið sem kemur upp í huga: deyjandi fegurð.“

Þegar för til Íslands var í uppsiglingu ákvað Debebe að þjófstarta og koma nokkrum dögum á undan sendinefnd framkvæmdastjórans til að hafa rýmri tíma til að festa þema ferðarinnar, loftslagsbreytingar, á filmu.

Hann settist upp í bílaleigubíl í Keflavík og ók sem leið lá þvert yfir landið að Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, þar sem Þorvarður Árnason, vísindamaður og ljósmyndari frá Höfn í Hornafirði var honum innan handar.

3. Glacier 2

Jökulsárlón sjálft hefur stækkað eftir því sem Breiðamerkurjökull hefur hopað. Debebe slóst svo í lið með Ban Ki-moon og ljósmyndaði dagskrá heimsóknarinnar hér á landi, þar á meðal þyrluferð að og yfir Langjökli sem hefur hopað verulega á undanförnum áratugum. Hlýddi hann á Helga Björnsson, jöklafræðing skýra frá því að innan einnar og hálfrar aldar verði jökullinn horfinn með öllu.

Á blaðamannafundi í Reykjavík sagði Ban Ki-moon, að eitt markmiða heimsóknarinnar væri „að hann vildi sjá afleiðingar loftslagsbreytingar af eigin raun og nota vitnisburðinn til að efla pólitískan vilja og sannfæra fólk um hversu brýnn vandi loftslagsbreytingar væru.“

Ljósmyndir Eskinder Debebe segja meir en þúsund orð um hvernig loftslagbreytingar eru að granda „deyjandi fegurð“ íslenskra jökla.

Hér getur þú séð nokkrar af ljósmyndum Eskinder Debebe´s frá Íslandi.