Dugnaður Dana er Norðurlöndum fyrirmynd

0
411
selina123

selina123

30. júní 2015. Frábær árangur Dana í að minnka sóun matvæla, hefur orðið hinum Norðurlöndunum hvatning til að taka sig á þessum efnum. 

Danir hafa sett Evrópumet í að minnka matarsóun. 87 milljarðar hafa sparast frá því 2010 en sóun hefur minnkað um 25% eða um fjórðung. Bretum tókst að minnka sóun um 21% á árunum 2008 til 2013.

Danska baráttukonan Selina Juul var kosinn maður ársins af Berlingske Tidende fyrir baráttu sína gegn sóun matvæla og hún fékk Umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2013.

Food waste Flickr Petrr CC BY 2„Við erum ekki hætt – langt í frá,“ segir Selina Juul í viðtali við fréttabréf UNRIC. „Í augnablikinu erum við að koma á fót norrænni og alþjóðlegri hugveitu til höfuðs matarsóun. Ég hef líka hvatt norrænar ríkisstjórnir til að stofna sjóði til þess að standa við bakið á frumkvæði gegn sóun matvæla. Margar góðar hugmyndir verða ekki að veruleika vegna fjárskorts.“

Sem dæmi um árvekni Dana þá verður nothæfum matvælum sem fara til spillis, safnað á Hróarskeldu tónlistarhátíðinni nú í sumar annað árið í röð og er stefnt að því að bjarga þrjátíu tonnum frá ruslagámunum. 

Sama hefur verið upp á tengingnum á hinum Norðurlöndunum.

Á Íslandi tóku samtökin Vakandi, Kvenfélagasamband Íslands og Landvernd höndum saman um Matarsóunarhátíð í Hörpu í september 2013.

Baráttuvika gegn sóun matvæla verður haldin í Finnlandi 7.til 13. september og í Noregi er “afgangadagur” haldinn á fimmtudegi í september. Skorað er á neytendur að elda úr afgöngum sem finnast í ísskápnum til að vekja til vitundar um hvað mikið fer til spillis. 

Í Svíþjóð voru aðgerðir í maí síðasliðnum til höfuðs matarsóun og var eldað “Lasagne” fyrir 2 þúsund manns úr mat sem var á síðasta söludegi og hefði ella verið hent í Coop verslunum á Södermalm í Stokkhólmi.  Foodwaste Flickr Jbloom CC BY 2.0 1

Að sögn Dansk Handelsblad eru Danir leiðandi innan Evrópusambandsins hvað varðar aðgerðir til að draga úr sóun matvæla. Allir stórmarkaðir í landinu hafa mótað sér stefnu til að draga úr sóun og 300 veitingahús bjóða viðskiptavinum upp á umbúðir til að taka afganga með sér heim („Doggy bags“). Sjúkrahús og tónlistarhátíðir taka einnig þátt í átaki og meira að segja danski forsætisráðherrann hefur sett baráttu gegn sóun matvæla á stefnuskrá sína.  Búast má við að efnahagskreppan frá 2008 hafi einnig haft sitt að segja.