Dularfulli lundinn sem hvarf

Main puffin. Flickr Anita Ritenour 2.0 Generic CC BY 2.0

6. desember 2014. Í augum flestra Íslendingar eru Vestmannaeyjar tengdar lundanum órjúfandi böndum. Meir að segja knattspyrnulið Eyjanna, ÍBV, er stundum uppnefnt „lundarnir”.

„Lundinn er einkennisfugl okkar Eyjamanna,” segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar.

Vestmannaeyingar eru 4.200 talsins en 830 þúsund lundapör voru í Eyjum árið 2010 og voru þær stærsta varpstöð Atlantshafs-lundans. Allt lék í lyndi þar til 2005 þegar varp lundans hrundi og hefur enn ekki náð sér.

„Allt fra því ég var barn voru hundruð og þúsundir lunda í holum sínum og pysjurnar út um allt að læra að fljúga,” rifjar Óskar Sigurðsson upp en hann er sem vitavörður í góðri aðstöðu til að fylgjast með ástandi lundans.

Flickr Vince OSullivan 2.0 Generic CC BY-NC 2.0„Það er út af fyrir sig ekkert vafamál að vandinn stafar af því að hiti sjávar tók að aukast frá 1996 og hefur hækkað um eina og hálfa gráðu”, segir Erpur Snær Hansen, vísindamaður hjá Náttúrustofu Suðurlands en svo vill til að tákn hennar er einmitt lundinn. „Hins vegar erum við ekki vissir um að kenna megi hnattrænni hlýnun um, því taka verður tillit til sjötíu ára hitasveiflu í hafinu og við gætum verið á toppi sveiflunnar núna. Svipuð hlýnun varð á þriðja áratugnum og varði fram á miðjan sjöunda áratuginn.”

Þótt Erpur Snær slái varnagla telja margir að vísindamenn að líta beri á hlýnun norður Atlantshafsins í stærra samhengi loftslagsbreytingar og hlýnunar jarðar. Gróður, fiskar og fuglar fylgja sama mynstri og flytjast suðrænar tegundir norður á bóginn, jafnvel 4-500 kílómetra. 26 nýjar fisktegundir hafa veiðst í íslenskri lögsögu á undanförnum árum, aðrar fisktegundir hörfa á náðir kaldari sjávar.

 Svo mikið er víst að hlýnun sjávar er svo mikið á norðurhveli jarðar að Alþjóðaveðurfræðistofnunin (WMO) telur það eina af helstu ástæðum þess að flest bendir til að 2014 verði hlýjasta ár frá því mælingar hófust. 14 ar 15 heitustu árunum eru á þessari öld, hinni tuttugustu og fyrstu.

„Við höfum séð það sem er að gerast á Íslandi á mörgum öðrum svæðum í Norður-Atlantshafi. Og raunar bendir sú staðreynd að þetta gerist á svo stóru svæði til þess að það sé sameiginleg orsök og það eru loftslagsbreytingar,” segir Ævar Petersen, fuglafræðingur.

Flickr Andy Morffew 2.0 Generic CC BY-ND 2.0Ein af þeim tegundum sem hefur þokast norður á bóginn er makríllinn, og svo vill til að hann keppir við sandsíli, helsta æti lundans, um rauðátuna.

Sjómenn- og útegerðarmenn á Íslandi og í Færeyjum prísuðu sig sæla og fóru að veiða markíl og fyrr en varði nam afli þeirra tugþúsundum tonna. Sá galli fylgdi gjöf Njarðar að þau ríki sem setið höfðu ein að veiðunum fram að þessu, svo sem Bretar, Írar og Norðmenn höfðu þegar úthlutað kvótum í samræmi við fyrri veiðireynslu úr makríl-stofninum áður en hann fór á flakk.

Árangurinn varð ein fyrsta diplómatíska deila sem rekja má til loftslagsbreytinga í Evrópu þegar gripið var til löndunarbanns. Deilan spillti mjög fyrir viðræðum Íslands um aðild að Evrópusambandinu og gekk hvorki né rak vegna makríl „stríðsins” þar til ný ríkisstjórn setti aðildarviðræðurnar, sem Eyjamaðurinn Stefán Haukur Jóhannesson stýrði,  endanlega á ís.

Mackerel. Flickr Richard Ling 2.0 Generic CC BY-NC-ND 2.0Ekki er öll nótt úti enn fyrir lundann í Eyjum. Lundar geta lifað til fertugs og byrja að fjölga sér sex ára gamlir. Það þýðir að ungadauðinn, jafnvel frá 2005, þýðir ekki enn að tegundin sé í útrýmingarhættu eins og víða annars staðar við Norður-Atlantshafið. Ef hafið byrjar að kólna fljótlega getur stofninn hugsanlega tekið við sér.

„Hèr ì Eyjum er svo margt sem tengist lundanum og 1000 àra saga byggđaŕ er nàtengd honum,” segir Elliði bæjarstjóri Vestmannaeyja. Lengst af var hann hluti fæđuöflunar en ì dag tengist hann meira menningu okkar og mannlìfi. Viđkomubrestur stofnsins er okkur þvì þungbær. Viđ getum þò fàtt gert annađ en beđiđ og vonađ.“

Sama má segja um okkur hin því örlög lundans og fjölmargra annara sjófugla sem eru í svipuðum sporum, skiptir okkur öll máli. Eins og Freydís Vígfúsdóttir, vísindamaður sagði í viðtal við National Geographic: „þetta er ekki aðeins áhyggjuefni fyrir Norður-Atlantshafið, heldur allan heiminn.”