Ebola: Árangri fagnað en varað við værukærð

0
492

Ebola1

21.janúar 2015. Malí hefur verið lýst ebólulaust ríki og skráð tilfelli í þeim þremur ríkjum sem harðast hafa orðið úti í faraldrinum hafa ekki verið færri svo mánuðum skiptir.

„Við getum þakkað fækkun tilfella bæði öflugri forysta landsstjórna og kröftugum viðbrögðum samfélaga á hverjum stað og alþjóðlegum stuðningi ,“ sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna þegar hann gaf Allsherjarþinginu skýrslu á óformlegum fundi í gær. „Í öllu okkar starfi höfum við sannfærst um að til þess að koma í veg fyrir að ebólan blossi upp á ný er nauðsynlegt að viðbrögðin nái til alls heimshlutans.“

Áþreifanlegur árangur hefur náðst í þeim ríkjum í Vestur-Afríku sem hafa orðið fyrir barðinu á ebólu-faraldrinum. 

  • Gínea hefur tilkynnt að fæst tilfelli hafi verið greind þar á viku síðan 17.ágúst 2014.
  • Í Líberíu höfðu engin tilfelli verið tilkynnt síðustu tvo daga vikunnarsem lauk 11.janúar 2015.
  • Og í Sierra Leone hafa færri tilfelli ekki verið tilkynnt síðan 31.ágúst 2014.
  • Á sunnudag var Malí svo lýst ebólulaust, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) þegar ekkert ebóla hafði ekki greinst 42 daga í röð.

„Við höfum lært af þessum faraldri að við megum ekki láta deigan síga,“ sagði Ban Ki-moon. „Við þurfum enn á úrræðum að halda til þess að aðlaga viðbrögðin, rekja ferðir sýktra til að finna þá sem hugsanlega hafa smitast og binda enda á faraldurinn.“

Ban varaði því að svo mjög hefði gengið á sjóðinn sem fjármagnað hefur baráttuna að aðildarríkin yrðu að auka framlag til þess að viðhalda skriðþunganum í baráttunni gegn ebólu.

Þá benti hann á að einnig þyrfti að horfa til uppbyggingar að Ebólu lokinni til þess að endurreisa þau svæði sem harðast hafa orðið úti.
„Veiran hefur étið upp innviði smfélagsins,“ bætti hann við, „grafið undan því hvernig fólkið elskar, hvernig það deyr og hvernig því er sinnt á síðustu dögum lífsins.“

Mynd: Barn sem misst hefur alla fjölskyldu sína í Ebóla-faraldrinum að leik á barnaheimili ALIMA í Nzérékoré í Gíneu. SÞ-mynd/Martine Perret.