„Ef dyrum er lokað, fer fólk inn um gluggann”

0
433
04 16 2015Migrants

04 16 2015Migrants

12.maí 2015. Útlit er fyrir að enn fleiri látið lífið við að komast til Evrópu í ár en á síðasta ári þegar 3300 drukknuðu á Miðjarðarhafi.

Þetta sagði talskona Evrópusambandsins, utanríkismálastjórinn Federica Mogherini þegar hún ávarpaði Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í gær og lagði áherslu á nauðsyn þess að grípa til samræmdra aðgerða sem tækju til ríkja sem fólkið kæmi frá, þar sem það hefði viðdvöl og áfangastaða.

„Það er forgangsmál að bjarga mannslífum“, sagði hún og bætti við að hlutskipti farandfólks „fæli í sér óvenjulegar kringumstæður sem krefðust óhefðbundinna og samræmdra aðgerða.“
Hún sagði að Evrópusambandið væri reiðubúið að ráðast að rótum vandans í samvinnu við nágrannaríki og alþjóðsamfélagið í heild, þar á meðal Öryggisráðið. Hún sagði að þó ástandið snérist ekki eingöngu um Líbýu, væru langlfestir smyglarar þar.

Téte António, fastafulltrúi Afríkusambandsins sagði að mansal á Miðjarðarhafi ætti að opna augu heimsins fyrir rótum vandans og hvetja til þess að finna viðeigandi svör. Ekki væri hægt að skilja aukningu flóttamanna á Miðjarðahafi frá átökum og mannúðarkreppu í Líbýu og á Sahel-svæðinu öllu og því verði að taka tillit til beggja þátta.

Hann sagði að þættir á borð við loftslagsbreytingar og fleira væru vatn á myllu glæpagengja sem græfu undan öryggi og stöðugleika í Afríku og á heimsvísu. Flóttamenn sem flýðu stríð nytu verndar samkvæmt alþjóðalögum en margir flýðu hækkandi hitastig og vatnsskort. Af þeim sökum væri nauðsynlegt að taka tillit til slíkra fólksflutninga í þróunaráætlunum eftir 2015.

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur lagt fram nýja áætlun um málefni farandfólks sem felur meðal annars í sér stýringu á fólksflutningum.
„Ef dyrum er lokað, fer fólk inn um gluggann,” sagði Mogherini.