Efnahagsleg og félagsleg þróun

0
979

bannerecosoc.jpg 

Eitt af helstu verkefnum SÞ er að stuðla að betri lífskjörum, fullri atvinnu og bættum aðstæðum fyrir efnahagslegar og félagslegar framfarir og þróun. Um það bil 70% alls starfs Sameinuðu þjóða kerfisins er helgað þessu starfi. Leiðarljós þessa starfs er sú sannfæring að með því að uppræta fátækt og auka velmegun um allan heim séu stigin nauðsynleg skref í þá átt að tryggja skilyrði fyrir varanlegum heimsfriði.  

Sameinuðu þjóðirnar eru í lykilstöðu til að efla þróun. Þær starfa um allan heim og hafa heildstætt umboð sem spannar þarfir hvort sem þær eru af félagslegum eða  efnahagslegum toga eða til að mæta neyðarástandi. Sameinuðu þjóðirnar eru ekki fulltrúar neinna þjóðernislegra eða viðskiptalegra hagsmuna. Þegar ákvarðanir eru teknar hafa öll lönd, rík og fátækt, atkvæðisrétt. Neyðarástand getur skapast hvar og hvenær sem er. Hver sem ástæðan er flóð, þurrkar, jarðskjálftar eða átök, kostar það mannslíf, röskun á búsetu og að samfélög geta ekki séð fyrir sjálfum sér og líða þjáningar.