Efnavopnum verði eytt af virðingu við fórnarlömb

0
454
alt

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti í dag í yfirlýsingu til útrýmingar efnavopna í virðingarskyni við minningu fórnarlamba slíkra vopna. Í ávarpi sínu á Alþjóðlegum minningardegi (29. apríl) um öll fórnarlömb efnavopnahernaðar hvatti Ban Ki-moon ríki heims til að byggja á þeim árangri sem náðst althefur í þá átt að uppræta efnavopn og vinna alþjóðasáttmálanum fylgi sem bannar notkun og vörslu slíkra vopna.  “Þessi árlegi minningardagur sem markar afmæli gildistöku efnavopnasáttmálans frá 1997, er tækifæri til að heiðra minningu fórnarlamba efnavopnahernaðar og ítreka fordæmingu alþjóðasamfélagsins á notkun ómannúðlegra gereyðingarvopna,” sagði Ban í ávarpi sínu.
188 ríki eru aðilar að sáttmálanum um eyðinga efnavopna. Alþjóðlegt kerfi hefur verið sett á stofn til að fylgjast með út- og innflutningi eiturefna og hafa meir en tvö þúsund skyndikannanir verið gerðar til að sannræna að sáttmálinn sé haldinn.
 

Efnavopnum eytt í Írak.SÞ-mynd: H. Arvidsen.