Einu sinni var Austur-Tímor

0
134
Tímor-Leste Friðargæsla
Tímor-Leste Friðargæsla. Mynd: Trevar Skillicorn-Chilver / Unsplash Manatuto,

Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna 75 ára. Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna lék stórt hlutverk í að móta framtíð nýs ríkis, Tímor-Leste í lok tíunda áratugarins með því að tryggja öryggi, skjóta skjólshúsi yfir flóttamenn og leggja grunn að varanlegum stofnunum.

Farið er að fenna í sporin, en ástæða er til að rifja upp þessa sögu.  Vonir voru bundnar við það við hrun Sovétríkjanna 1991 að bundinn væri enda á tvískiptingu heimsins og að við tæki bjartari og friðsælli framtíð. En þess í stað einkenndist tíundi áratugurinn af blóðugum átökum í ýmsum heimshlutum.Tímor-Leste Friðargæsla

Friðargæsla átti stóran þátt í að stilla til friðar í blóðugum átökum í aðdraganda stofnunar þriðja nýjasta ríkis heims, Tímor-Leste.

Ringulreið

 Austur-Tímor hafði verið vettvangur ringulreiðar og jafnvel borgarstríðs frá 1975. Þar var tekist á um hvort eyjarhlutanum bæri að njóta sjálfstjórnar innan Indónesíu eða stefna að sjálfstæði. Aðalframkvæmdastjórar Sameinuðu þjóðanna höfðu ráðgast við Indónesíu og Portúgal, sem ríkt höfðu á Austur-Tímor, eftir að þúsundir voru drepnir og enn fleiri lögðu á flótta.

Loks var Kofi Annan aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna var falið að leita lausnar og skipuleggja atkvæðagreiðslu á Austur-Tímor. 78.5% kusu sjálfstæði fremur en sjálfstjórn innan Indónesíu.

David Stanley / CC BY 2.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=24200605

Óstöðugleiki hélt áfram þegar vopnaðar vígasveitir virtu úrslitin að vettugi. Loks samþykkti Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna 12.september 1999 að leyfa stofnun fjölþjóðasveitar (INTERFET) undir forystu Ástralíu til að freista þess að koma á friði og greiða fyrir mannúðaraðstoð.   

Í fyrstu var sveitin ekki á vegum Sameinuðu þjóðanna en nokkru síðar komu friðargæsluliðar samtakanna á vettvang og í febrúar 2000 tók UNTAET friðargæslusveitin til starfa.

Sveitin hafði stjórnunarhlutverki að gegna auk þess að gæta öryggis og friðar. UNHCR, Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna stóð einnig í ströngu við að aðstoða 220 þúsund flóttamenn við að snúa aftur heim.

Á leið til friðar

Anna Voss, Watch Indonesia! – Watch Indonesia! Gallery, CC BY-SA 3.0, https://commons.wikimedia.org/w/index.php?curid=18155190

30.ágúst 2001 fór fram þjóðaratkvæðagreiðsla þar sem 91% kjósenda kusu sjálfstæði. Timor-Leste var nafn nýja ríkisins, sem varð til í maí 2002. Hlutur sveita Sameinuðu þjóðanna (INTERFET, UNTAET) verður seint oftmetinn við stofnun ríkisins. Síðustu friðargæsluliðarnir kvöddu Tímor-Leste 2012. Frá þeim tíma hefur ríkið tekið miklum framförum og friður og stöðugleiki verið tryggður.

Varanleg áhrif friðargæslu

 Án friðargæslusveitanna hefðu átök vafalaust staðið yfir á Tímor-Leste mörgum árum lengur en raun var og gera má ráð fyrir að lýðræði hefði drukknað í blóði.

Mörg ríki lögðu hönd á plóginn auk Sameinuðu þjóðanna sjálfra, ekki síst Ástralíu en einnig Danmörk, Noregur og Portúgal.