Ekki allt á leiðinni til fjandans

0
414

AmbassadørerFoto RikkeRønholt
11.september 2015. Vafalaust taka margir þessa dagana undir að heimur versnandi fari en þegar betur er að gáð, hefur mannkynið tekið miklum framförum – þrátt fyrir allt – undanfarna áratugi.

Segja má að þetta sér kjarninn í lífspeki átaksins „Heimsins bestu fréttir“ sem hófst í Danmörku fyrir sex árum en hefur nú teygt anga sína til allra Evrópusambandsríkjanna.

Foto Lotte Ærsøe IBIS 960Kjarninn í átakinu er útgáfa blaðsins „Heimsins bestu fréttir“ (Verdens bedste nyheder). Málsmetandi stjórnmálamann úr öllum dönsku stjórnmálaflokkunum tóku höndum saman með skipuleggjendum átaksins og dreifðu blaðinu, alls 440 þúsund eintökum, á brautarstöðum, Ráðhústorginu og öðrum fjölförnum stöðum í morgunsárið. Sama var upp á tengingnum í Þýsklandi, Lettlandi, Portúgal og Slóveníu en 14 önur ESB ríki fylgja í kjölfarið á næstunni. Alls verður blaðinu dreift í 19 löndum á 24 tungumálum í tengslum við Evrópuár þróunar (European Year of Development) á vegum ESB.

Gott dæmi um málflutning „Bestu fréttanna“ er í einni greinanna í blaðinu:

Meir en helmingur Dana telur að heimurinn hafi versnað á síðustu árum. En staðreyndin er sú að meðalaldur hefur lengst og tekjur fólks hafa aukist og á sama tíma hafa barnadauði, hungur og sjúkdómar í heiminum minnkað.

„Við erum auðvitað býsna drjúg með okkur því það er ekki á hverjum degi sem herferð í Danmörku er notuð á alþjóðlegum vettvangi á þennan hátt. Það er frábært að hafa möguleika á að koma réttum upplýsingum á framfæri um ástand heimsins frá Svíþjóð til Slóvakíu,” segir forsprakki Heimsins bestu frétta, Thomas Ravn-Pedersen.

Það eru bandalag almannasamtaka, danska þróunarstofnunin og Sameinuðu þjóðirnar sem standa að átakinu.Foto.LouiseDyringMbae

Á meðal þeirra sem dreifðu blöðum í morgun voru stjórnmálamenn sem spönnuðu litróf danskra stjórnmála frá Kristian Jensen, utanríkisráðherra í Venstre til Johanne Schmidt-Nielsen, leiðtoga róttækra vinstrimanna.

Kastljósinu er að þessu sinni beint að Sjálfbæru þróunarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem einnig hafa verið nefnd Alþjóðamarkmiðin (Global Goals).

Mynd: Kristian Jensen, utanríkisráðherra fyrir miðri mynd og Johanne Schmidt-Nielsen, lengst til vinstri. Með þeim á myndinni eru sendiherrar níu erlendra ríkja tóku þátt í aðgerðunum  í Kaupmannahöfn í morgun. Þeir voru frá Gana, Ísrael, Bretlandi, Hollandi, Kanada, Ástralíu, Belgíu, Ítalíu og Tyrklandi. Mynd: Verdens bedste nyheder/Rikke Rønholt