Ekki eins sjaldséð og tígrisdýr

0
488

10

Búrkuklæddar konur eru sennilega álíka sjaldséðar og ljón eða tígrisdýr á Laugaveginum, og því var engin furða að fólk ræki í rogastans þegar landsnefnd UN Women á Íslandi stóð fyrir uppákomu á Appelsínugula daginn 25. ágúst í því skyni að vekja athygli á högum afganskra kvenna.  

UN Women og herferð framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna UNiTE to End Violence against Women campaign hafa lýst 25. hvern mánaðar frá júlí til mars á næsta ári Appelsínu gulan baráttudag til höfuðs ofbeldi gegn konum.

25. er valinn því 25. nóvember er alþjóðlegur baráttudagur gegn þessum vágesti og haldið verður áfram farm að 57. fundi nefndar SÞ um stöðu kvenna í mars á næsta ári.

Markmiðið er að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og stúlkum. Á appelsínugulu dögunum er fólk hvatt til að klæðast þeim lit til að minna á málstaðinn.

Á annan appelsínugula daginn 25. ágúst ákvað UN Women á Íslandi að einbeita sér að málefnum kvenna í Afganistan og fengu versluanreigendur í lið með sér. Gínur og starfsfólk klæddust appelsínugulu og UN Women konur dreifðu bæklingum. Sumar verslanir gáfu hluta dagssölunnar til verkefna í þágu málefnisins.

Margir hlóðu myndum upp á facebooksíðu UN Women eins og sjá má hér:
(https://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150994388210938.418415.93098810937&;type=1)

“Viðbrögðin hafa verið alveg ótrúleg. Mun betri en við nokkurn tíma þorðum að vona,“segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi. “ Það var mjög skemmtilegt að sjá hvað búðareigendur á Laugaveginum lögðu mikið á sig til að skreyta gluggana með appelsínugula litnum og gaman að sjá hvað það voru margir klæddir í appelsínugult. Það var líka mjög merkilegt að fylgjast með sterkum viðbrögðum gangandi vegfarenda við búrkuklæddu konunum.”

Ísland hefur eins og Norðurlöndin í heild sinni, orð á sér á alþjóðavettvangi fyrir að vera í hópi ríkustu, best menntuðu og öruggustu lýðræðisríkja heims. En því miður virðir ofbeldi gegn konum engin landamæri hvort heldur sem er efnahagsleg, menningarleg eða landfræðileg. Ofbeldi gegn konum þrífst því miður líka á Norðurlöndum:

–    42 % íslenskra kvenna hafa upplifað einhvers konar ofbeldi eftir 16 ára aldur. 5% voru þungaðar þegar það átti sér stað og í 24 % tilfella voru börnin nærstödd. (2010, Norden.org)

–    33% Dana vissu af heimilsofbeldi gegn konu í fjölskyldunni eða vinahóp. Þetta er talsvert hærra en meðaltalið í Evrópusambandsríkjunum sem er 25%.   (2010, Landsorganisation af Kvindekrisecentre, LOKK)    
–    Minna en eitt prósent af kynferðisofbeldi á heimilum er kært til lögreglu í Finnlandi. Árið 2010 var nauðgun innan sambands kært til lögreglu þótt 6.500 konur verði fyrir slíku á hverju ári. (Amnesty International)

–    Árið 2011 voru 27.972 kynferðisleg ofbeldisverk gegn konum eldri en 18 ára kærð til lögreglu í Svíþjóð. Í 60 % tilvika voru gerandi og fórnarlamb í einhvers konar nánum tengslum. Talið er að fimmta hvert tilvik sé kært. (Brottsförebyggande Rådet)

Búrkur eru kannski jafn sjaldgæfar og ljón og tígrisdýr á Íslandi en svo sjaldséðir hvítir hrafnar er ofbeldi gegn konum ekki.