Eldhúsdagsumræður veraldarleiðtoga hafnar

0
428

 

 Obama

24.september 2013. Rúmlega 130 leiðtogar ríkja heimsins eru saman komnir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en alennar “eldhúsdagsumræður” veraldarleiðtoga hófust síðdegis í dag

 og standa til 1.október. Umræðurnar eru sýndar beint á Vefsjónvarpi Sameinuðu þjóðanna.

Umræðurnar hófust að lokinni ársskýrslu Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Hann minnti leiðtogana á að þeim bæri að ganga frá nýjum áætlunum í þróunarmálum nú þegar árið 2015 væri í sjónmáli en fyrir þann tíma á svokölluðum Þúsaldarmarkmiðum um þróun að hafa verið náð.
“Ný þróunarmarkmið verða að vera jafn mikil hvatning til dáða og Þúsaldarmarkmiðin, en þeim ber að ganga lengra,” sagði Ban og hvatti til þess að nýr alþjóðlegur rammi hefði baráttuna  gegn fátækt að leiðarljósi, sjáflbæra þróun í fyrirrúmi og góða stjórnunahætti að kjölfestu.

84 oddvitar ríkja, 41 oddviti ríkisstjórna, 11 varaforsætisráðherrar og 65 utanríkisráðherrar hafa boðað þátttöku sína í umræðunum.  Að venju eru Brasilíumenn fremstir á mælendaskrá og hefur svo verið frá árinu 1947 þegar brasilíski utanríkisráðherrann stýrði fyrstu tveimur sérstöku þingum Allsherjarþingsins. Þessi venja haldist síðan, sem og að heimamenn, Bandaríkjamenn, séu aðrir í röðinni.

Á meðal ræðumanna í dag eru Dilma Rousseff, forseti Brasilíu, Barack Obama, forseti Bandaríkjanna og Hassan Rouhani, forseti Írans . Röðin kemur hins vegar ekki að Íslandi fyrr en í næstu viku, mánudaginn 30.september.

Hér má finna mælendaskrá hvers dags fyrir sig og upplýsingar um tengla á beina útsendingu frá umræðum. 

Mynd: Barack Obama  ávarpaði Allsherjarþingið í dag. SÞ-mynd: Rick Bajornas.