Elyx: í kringum jörðina á 70 dögum

0
436
ELYX SG Web UNRIC 430x275

ELYX SG Web UNRIC 430x275

2.júlí 2015. Teiknimyndapersónan Elyx hefur gengið til liðs við Sameinuðu þjóðirnar til að vekja athygli á 70 ára afmæli samtakanna.

Elyx, býr og starfar í netheimi og undanfarið ár hefur hann skotið upp kollinum í myndskreytingum til að vekja athygli á brýnum alþjóðamálum og alþjóðlegum dögum Sameinuðu þjóðanna með léttri kímni. Hann þarf engin orð til að koma sýn sinni á heiminn til skila og er af engu sérstöku kyni, kynþætti eða þjóðerni.

Elyx photo album on FBElyx, er hugarfóstur franska listamannsins YAK og er alþjóðlegur sendiboði hugsjóna Sameinuðu þjóðanna.Í síðustu viku hitti hann Ban-ki moon, aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í San Fransisco og var viðstaddur hátíðahöld vegna sjötíu ára afmælis undirritunar stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Elyx sækir sér einmitt innblástur í fyrstu línu stofnsáttmálans: „Vér, hinar Sameinuðu þjóðir…“. Með anda stofnsáttmálans að vopni leggur Elyx upp í „ferð í kringum jörðina á 70 dögum“. Myndir af heimsóknum Elyx til ríkja um allra heim, þar á meðal friðargæslusveita og hjálparsveita Sameinuðu þjóðanna verða birtar með reglulegu millibilli og með því reynt að breiða út boðskap samtakanna til fólks um allan heim.

Sjötíu daga ferð Elyx hefst 15.ágúst og lýkur á sjötíu ára afmæli Sameinuðu þjóðanna 24.október í New York. Hann mun ferðast til 70 ríkja á fimm meginlöndum eða með öðrum orðum til eins ríkis á dag.

Heimsævintýri Elyx verður skráð og hægt að fylgjast með því hér og á ýmsum samskiptmilum með krossmarkinu #UN70.