Aðstaða til handþvotta lykilatriði við enduropnun skóla

0
785
Handþvottur í skólum
© UNICEF/Bona Khoy

Nærri 820 milljónir barna um allan heim geta ekki þvegið sér um hendur í skólum. Stafar þeim því hætta af COVID-19 og öðrum smitsjúkdómum. Þetta kemur fram í skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar  (WHO) og Barnahálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kemur út í dag.

„Aðgangur að vatni, hreinlætis- og salernisaðstöðu er grundvallaratriði til að koma í veg fyrir smit hvarvetna, þar á meðal í skólum,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO.

„Ríkisstjórnum ber að leggja mikla áherslu á þetta í áætlunum um enduropnun skóla og sarf þetta á meðan COVID-19 faraldurinn stendur yfir.”

Söguleg truflun á skólahaldi

COVID-19 hefur valdið einhverri mestu röskun á skólahaldi sem um getur. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna hefur faraldurinn haft áhrif á skólagöngu 1.6 milljarðar nemenda í meir en 190 ríkjum.

Í nýju skýrslunni kemur fram að á síðasta ári skort 43% skóla í heiminum handþvottaaðstöðu með sápu og vatni. Þetta er ein lykilforsenda fyrir enduropnun skóla á tímum faraldursins.

Af þeim 818 milljónum barna sem geta ekki reitt sig á handþvottaaðstöðu í skólum eru þriðjungur íbúar Afríku- ríkja sunnan Sahara.

Í þeim 60 ríkjum sem stafar mest hætt af veirunni, geta þrír fjórðu hlutar skólabarna ekki reitt sig á handþvottaaðstöðu. Helmingur hefur ekki aðgang að rennandi vatni í skólanum.

Jafnvægislist ríkisstjórna

Í skýrslunni er kastljósinu beint að þeirri jafnvægislist sem ríkisstjórnir þurfa að ná tökum á.  Annars vegar þarf að hrinda í framkvæmd aðgerðum til að hemja farldurinn. Hins vegar þarf a’ takast á við félagslegar- og efnahagslegar afleiðingar aðgerðanna.

Útgefendur skýrslunnar segja að langvarandi lokun skóla hafi haft gríðarlega neikvæð áhrif á börn.

„Lokun skóla um allan heim af völdum COVID-19 hefur haft í för með sér fordæmalausar áskoranir á menntun barna og velferð,“ segir Henrietta Fore, forstjóri UNICEF.

„Okkur ber að setja skólalærdóm barnanna í forgang. Þetta þýðir að tryggja ber að öruggt sé að opna skóla að nýju, þar á meðal aðgang að handvotti, hreinu drykkjarvatni og öruggri salernisaðstöðu.“

Forsendur enduropnunar

Í skýrslunni eru skilgreind þau atriði sem tryggja ber til að hindra útbreiðslu COVID-19 í skólum. Þar á meðal er 10 liða gátlisti sem byggir á vegvísi UNICEF frá því í apríl.

Á meðal þeirra atriða eru hreinlæti, notkun verndarbúnaðar, hreinsun og sótthreinsun, auk aðgangs að hreinu vatni, handþvottastöðva og öruggri salernisaðstöðu.

Sjá nánar hér, hér og hér.