Enginn valkostur við umbætur á alþjóðastofnunum

0
6
Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu ávarpar Allsherjarþingið.
Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu ávarpar Allsherjarþingið. Mynd: UN Photo/Mark Garten

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna að alþjóðlegar stofnanir hafi engan annan kost en umbætur. „Nú er að hrökkva eða stökkva.“

Guterres flutti opnunarræðu við upphaf almennra umræðna þjóðarleiðtoga á Allsherjarþinginu í gær. Þar benti hann að heimurinn hefði breyst en alþjóðastofnanir hefðu ekki haldið í við breytingarnar Þær væru hugsanlega fremur til travala en lausn á vanda.

Við kynningu á ársskýrslu samtakanna lagði hann áherslu á þörf fyrir nútímavæðingu milliríkjakerfisins til að takast á við málefni samtímans.

Guterres minnti á veraldarleiðtoga á upphafsorð stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna þar sem því er heitið „að bjarga komandi kynslóðum undan hörmungum ófriðar,

„Þegar ríki brjóta þetta fyrirheit, skapa þau óöryggi fyrir alla jarðarbúa,“ sagði hann og lagði áherslu á að innrás Rússlands í Úkraínu hafi alvarlegar afleiðingar fyrir alla um víða veröld.

Guterres flytur Allsherjarþinginu ársskýrslu samtkanna.
Guterres flytur Allsherjarþinginu ársskýrslu samtkanna.

Sláum ekki slöku við í friðarviðleitni

„Við megum ekki slá slöku við í baráttu fyrir friði, réttláts friðar í samræmi við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og alþjóðalög. Og jafnvel á meðan ófriður geisar verðum við að leita allra leiða til að lina þjáningar óbreyttra borgara hvort heldur sem er í Úkraínu eða annars staðar,“ bætti hann við.

Yfirmaður Sameinuðu þjóðanna minnti einnig á þær miklar þjáningar fólks vegna átaka og náttúruhamfara um allan heim frá Súdan til Haítí og Afganistans til Mynamar.

Þarfirnar aukast á sama tíma og sjóðir tæmast. Við höfum neyðst til að skera niður aðstoð við fólk í mannúðarverkefnum okkar,“ sagði hann og hvatti aðildarríki til að bregðast við ákalli Sameinuðu þjóðanna um fjárframlög til mannúðarmála.