Enn fordómar gegn samkynhneigð

0
816

takeaction

homophobiaprotest

17. maí 2013. Dagurinn í dag 17. maí er helgaður baráttunni fyrir því að uppræta fordóma gegn samkynhneigð. Á þessum degi árið 1990 tók Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) samkynhneigð af lista yfir geðsjúkdóma

Hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir og transfólk hafa löngum þurft að sæta mismunun og ofbeldi vegna kynhnreigðar- eða vitundar sinnar. Miklar framfarir hafa orðið á undanförnum áratugum í mörgum ríkjum og við fyrstu sýn mætti ætla að vandamálið hafi víða verið leyst. Fjölmiðlar eru jákvæðir, þekktir einstaklingar koma út úr skápnum og lesbíur og hommar sjást sem hluti af daglegu lífi í sjónvarpsþáttum.

En þetta endurspeglar ekki raunveruleika allra og víða um heim er fólk enn beitt ofbeldi, misrétti og jafnvel pyntingum og aftöku fyrir það eitt að elska eða vera eins og það er. Eins og Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir í ávarpi sínu í tilefni dagsins: “Baráttan til að uppræta fordóma gegn samkynhneigðum er lykilþáttur í baráttunni fyrir mannréttindi í allra þágu”.

Samkynhneigð varðar lífláti í fimm ríkjum: Íran, Máritaníu, Sádi Arabíu, Súdan og Jemen auk sumra hluta Nígeríu og Sómalíu.
“Fella verður úr gildi lög sem refsa hinsegin fólki og setja í staðinn lög ef þörf er á sem eru í samræmi við alþjóðlega mannréttindasamaninga og sjá öllum fyrir vernd á grundvelli kynhnreigðar þeirra eða kynvitundar, “ segir Ban Ki-moon.