Enn hættulegt að verja mannréttindi

0
455

Sekaggya
11.mars 2014. Mannréttindaforkólfar eiga víða undir högg að sækja og leggja sig jafnvel í lífshættu. “Kreppt er að frjálsum félagasamtökum og einstaklingum settar sífellt þröngari skorður og því er enn hættulegt að berjast fyrir réttindum í mörgum ríkjum,” segir Margaret Sekaggya, sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna í málefnum baráttumanna fyrir mannréttindum. Í skýrslu sem hún hefur lagt fyrir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna segir að verjendur mannréttinda séu beittir harðræði, hótunum, málsóknum og sæti pyntingum og aftökum þegar verst lætur.

Erindrekar sem skipaður eru til að vinna fyrir Sameinuðu þjóðirnar á sviðið mannréttindi eru óháðir og þiggja ekki laun fyrir störf sín.

“Ég hef orðið vör við að aðferðir til að þagga niður í verjendum mannréttinda hafa þróast og eru dæmi um býsna slungnar aðferðir. Gjarnan beita menn fyrir sig lagakrókum stjórnsýslureglum eða misnota réttarkerfið til að stimpla mannrétttindafrömuði sem glæpamenn og úthrópa þá opinberlega,” segir Sekaggya.

Óháði sérfræðingurinnn leggur áherslu á að slíku sé ekki aðeins ætlað að grafa undan trúverðugleika og starfi forkólfanna heldur einnki að skapa andrúmsloft ótta í samfélaginu. Sekaggya segir sérstaka ástæðu til að hafa áhyggjur af því að mannréttindafrömuðir sæti hefndaraðgerðum fyrir að hafa samband við mannréttindafulltrúa- og kerfi Sameinuðu þjóðanna, og annara alþjóðlegra mannréttindasamtaka.

Sjá nánar:

Yfirlýsing Sekaggya í heild: http://www.ohchr.org/EN/NewsEvents/Pages/DisplayNews.aspx?NewsID=14345&LangID=E

Skýrsla Sekaggya: http://www.ohchr.org/EN/HRBodies/HRC/RegularSessions/Session25/Pages/ListReports.aspx