Enn meiri hörmungar vofa yfir Myanmar án greiðari aðgangs hjálparstarfs

0
415

Enn meiri hörmungar blasa við í Myanmar ef stjórnvöld liðka ekki fyrir því að aðstoð berist nauðstöddum fórnarlömbum fellibylsins, að sögn Samræmingarskriftofu mannúðaraðstoðar Sameinuðu þjóðanna (OCHA). 

Aðstoð hefur aðeins borist 270 þúsund af þeim 1.5 milljón sem eiga um sárt að binda. Hér hlúir starfsmaður Flóttamannahjálpar SÞ að bágstöddum.

Þótt ástandið hafi batnað að einhverju leyti verður að auka aðstoð við þá eina og hálfum milljóna manna sem eiga um sárt að binda af völdum fellibylsins Nargis, að sögn talsmanns Ocha í Genf. 

Elizabeth Byrs segir að Sameinuðu þjóðirnar og samstarfsaðilar þeirra hafi náð til um 270 þúsund manns með aðstoð, 12 dögum eftir náttúruhamfarirnar. Frú Byrs hvatt til þess að stjórnvöld leyfðu óhindraðan aðgang úr lofti og af sjó til að koma eins mikilli aðstoð til skila og unnt væri á sem skemmstum tíma. 

Ríkisstjórn Myanmar segir að þrjátíu og tvö þúsund hafi látist og þrjátíu og fjögurra þúsunda sé enn saknað.  

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna lýsti yfir mikilli gremju yfir hægagangi í hjálparstarfi og hvatti ríki suðaustur-Asíu til að gera allt til þess að ástandið versnaði ekki enn frekar. 

Tveir mannréttindasérfræðingar Sameinuðu þjóðanna tóku undir málflutning Ban í yfirlýsingu. Rudi Muhammed Rizki,óháður sérfræðingur í mannréttindum og alþjóðlegri samstöðu og Walter Kälin, sérstakur fulltrúi framkvæmdastjóra SÞ í málefnum flóttamanna innanlands lögðu áherslu á að “fórnarlömb náttúruhamfara hefðu sömu réttindi og frelsi og allir aðrir, sérstaklega hvað varðar aðgang að mat og drykkjarvatni, húsaskjóli og húnsæðis, fatnaði og læknaþjónustu og hreinlætis.” 
Þeir benda á að 90% íbúa Myanmar búi við fátækt, þar af eru tveir þriðju hlutar konur og börn.  

 Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=26647&Cr=myanmar&Cr1=