Enn þörf á harðari löggjöf

0
465

VAwposter

16.júní 2014. Sérstakur erindreki Sameinuðu þjóðanna um ofbeldi gegn konum segir að enn sé þörf á harðari löggjöf til að stemma stigu við grófum brotum á mannréttindum kvenna.

Rashida Manjoo,er  sérstakur erindreki samtakanna um ofbeldi gegn konum, orsakir þess og afleiðingar. Í nýjustu skýrslu sinni til Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna segir hún að enn séu mörg ljón í veginum fyrir því að efla og vernda réttindi kvenna og ný vandamál hafi bæst við önnur þrálát. Hún hvatt til þess að nýjum reglum og viðmiðum yrði beitt til þess að uppræta ofbeldi gegn konum um allan heim.

Manjoo lagði áherslu á að samdráttur í efnahagslífi og í ríksirekstri kæmi hlutfallslega harðast niður á konum. Ekki aðeins séu dregin saman seglin og úrræðum fækki fyrir fórnarlömb ofbleldis, heldur hægi á baráttunni í að uppræta fátækt, atvinnutækifærum fækki og bætur lækki. Hún fjallaði sérstaklega um að eldri konur væru „auðveld“ fórnarlömb og yrðu víða fyrir mismunun en búist er við að fjöldi fólks yfir sextugu tvöfaldist fyrir árið 2025. 

Manjoo sem er frá Suður-Afríku var skipuð sérstakur erindreki um Ofbeldi gegn konum í júní 2009. Mannréttindaráðið skipar erindrekana en þeir eru ólaunaðir og óháðir ríkisstjórnum og samtökum.