Erindrekar SÞ og Afríkusambandsins hitta forseta Súdans

0
503

18. febrúar 2007 –Forseti Súdans tjáði erindrekum Sameinuðu þjóðanna og Afríkusambandsins að hann væri hlynntur viðræðum deilenda í Darfur á lokafundum alþjóðlegu sendimannanna í heimsókn þeirra til landsins.

Salim Ahmed Salim, frá Afríkusambandinu og  Jan Eliasson fulltrúi Sameinuðu þjóðanna kynntu  Omar Hassan Al Bashir, forseta Súdans niðurstöður viðræðna þeirra við háttsetta embættismenn stjórnarinnar og báðar fylkingar uppreisnarmanna, jafnt þeirra sem undirrituðu og undirrituðu ekki friðarsamninginn í Darfur á síðasta ári.
Al Bashir, forseti lagði áherslu á “eindreginn vilja stjórnarinnar til að eiga viðræður við þá sem ekki undirrituðu samninginn og jafnframt vilja Súdans til að bæta samskiptin við Tsjad”, að sögn sendisveitar SÞ í Súdan (UNMIS). Í tilkynningu .sendisveitarinnar sagði að súdanski leiðtoginn hefði einnig heitið að bæta mannúðarstarf og eiga góða samvinnu við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og frjáls félagasamtök.
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21609&Cr=Darfur&Cr1=