Erindreki SÞ í Timor-Leste segir liðhlaupa bera ábyrgð á ofbeldisöldu og hvetur til stillingar

0
463
5. mars– Erindreki Sameinuðu þjóðanna í Timor-Leste segir að flóttamaðurinn og liðhlaupinn  Alfredo Reinado, höfuðsmaður og fylgismenn hans beri sjálfir ábyrgð á íhlutun alþjóðaliðs um síðustu helgi.

 Höfuðsmaðurinn hafi kallað yfir sig hernaðaraðgerðir með því að hafna kröfum ríkisstjórnarinnar. Liðsmenn Reinado eru sakaðir um að bera ábyrgð á þeirri vargöld sem var í smáríkinu á síðasta ári. Alþjóðaliðið (International Security Forces (ISF)) réðust til atlögu um síðustu helgi gegn liðsmönnum höfuðsmannsins.
Erindreki framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, Atul Khare, yfirmaður sveitar samtakanna í Timor-Leste(UNMIT) hvatti einnig til stilingar eftir að glæpaflokkar brenndu bíldekk á götum úti og réðust á lögreglumenn SÞ á sunnudag í höfuðborginni Dili. Einnig var kveikt í tveimur bifreiðum í herstöð í Gleno-Ermera.
Xanana Gusmão, forseti Timor-Leste óskaði liðssinnis ISF gegn Reinado, höfuðsmanni eftir að liðsmenn hans fóru ránshendi um nokkrar lögreglustöðvar seint í síðasta mánuði, og stálu vopnum og öðrum búnaði. Forsetinn sagði að höfuðsmaðurinn hefði sýnt að hann “virti hvorki ríkið né stofnanir þess. “
Khare sagði fréttamönnum að UNMIT harmaði að ekki hefði reynst unnt að réttvísin hefði ekki náð fram að ganga á friðsamlegan hátt. Hann lagði áherslu á að Reinado höfuðsmaður hefði virt lög og reglu að vettugi og þannig borið ábyrgð á ástandinu.

Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21762&Cr=timor&Cr1=leste