Arabíska vorið þarf stuðning

0
500

rompuy

27. september 2012 Evrópskir leiðtogar hvöttu aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að láta tímabundið andstreymi ekki á sig fá og auka stuðning við viðleitni Arabaþjóða til að koma á lýðræðislegum stjórnarháttum. Þetta kom fram í árlegum almennum umræðum þjóðarleiðtoga sem nú standa yfir á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

“Við í Evrópu eru landfræðilega svo nærri og gerum okkur fyllilega ljóst að þær breytingar, hættur og tækifæri sem framtíðin ber í skauti sér mun snerta okkur sem nágranna,” sagði Herman Van Rompuy, forseti Evrópska ráðsins sem talaði fyrir hönd Evrópusambandsins.

“Auðvitað vöknuðu miklar vonir. Það var freistandi að lesa í atburðina í Túnsiborg og Kaíró eins og byrjunina á ævintýri, “ sagði hann í ávarpi sínu á öðrum degi almennu umræðnanna í gær 26. september. Hann fjallaði ítarlega um þá ofbeldisöldu sem riðið hefur yfir sumr ríki í kjölfar arabíska vorsins auk átakanna sem halda áfram í Sýrlandi.

Hann lagði áherslu á mikilvægi umburðarlyndis og málfrelsis. “Ofbeldi og manndrápeins og þegar Sendiherra Bandaríkjanna í Líbýu var myrtur, er algjörlega óásættanleg burtséð frá kringumstæðum,” sagði Van Rompuy.

CameronDavid Cameron, forsætisráðherra Bretlands tók í sama streng í ræðu sinni og hvatt til þolinmæði.

“Sumir óttast að arabíska vorið geti orðið að arabískum vetri,” sagði hann á Allsherjarþinginu og vísaði til óeirða, borgarastríðs í Sýrlandi og óánægju með lítinn árangur nýrra íslamskra stjórna í efnahagsmálum.

“Þeir sem eru þessarar skoðunar eiga á hættu að draga rangar ályktanir. Við ættum ekki að snúa aftur til gamalla tíma heldur halda áfram ótrauð og halda fast við sannfæringu okkar og tvíefla stuðning okkar við opin samfélög og óskir og vonir fólks um að fá atvinnu og geta látið rödd sína heyrast,” bætti hann við. “Við, hinar Sameinuðu þjóðir, verðum að efla viðleitni okkar til að styðja þessar þjóðir við að byggja upp lýðræðislega framtíð.”

Cameron fordæmdi morðið á bandaríska sendiherranum í Líbýu og hættuna á að öfgamenn færðu sér pólitískar umbreytingar í nyt.

“Meir en milljarður manna fylgir hinni miklu íslömsku trú á friðsamlegan hátt. Íslamskir öfgamenn eru minnihluti sem fremja myrkraverk í nafni stórkostlegra trúarbragða í því skyni að reyna að gæða ofbeldsfull markmið sín einhverri virðingu,” sagði hann og benti á að Tyrkland syndic og sannaði að Íslam og lýðræði gætu þrifist hlið við hlið.

MontiMario Monti, forsætisráðherra Ítalíu benti á að það væru í raun eigin þágu sem Ítölum og og Evrópusambandinu bæri að styðja nýjar stjórnir arabíska vorsins.

“Óstöðugleiki við Miðjarðarhafið hefur mikil áhrif á okkar eigin þjóðfélög,” sagði hann í umræðunum á Allsherjarþinginu.

“Átök og þjóðfélagsróstur við sunnanvert Miðjarðarhafið geta flætt yfir strendur okkar. Hryðjuverk geta fundið sér nýjan farveg til að ná til Evrópu, “ og minnti einnig á harmleiki í tengslum við mansal og hræðileg sjóslys á Miðjarðarhafinu þar sem innflytjendur ættu í hlut.