Eyðið minna um paskana!

0
468

2.april 2015. Fólk þarf ekki að vera gamalt til að muna þá tíð þegar verslanir voru lokaðar svo dögum skipti, jafnvel frá skírdegi til og með annars í páskum. Núorðið er víðast hvar hægt að  finna opna matvöruverslun hvenær sólarhrings sem er alla daga ársins.

„Við látum samt ennþá eins og allt sé lokað um páskana,”segir danska baráttukonan gegn sóun matvæla, Selina Juul. „Við hömstrum því enn mat og kaupum allt of mikið inn.”

Ef ekki er haldið rétt á spilunum fer mikill matur til spillis um páska rétt eins og jólin, því auðvitað endar maturinn í ruslafötunni ef of mikið er verslað. Og maður getur eins fleygt peningum !

Vitundarvakning hefur orðið á Norðurlöndum um sóun matvæla, rétt eins og hér á landi. Selina Juul og hreyfing hennar Stop Spild af mad hafa náð ótrúlegum árangri í Danmörku en á heimasíðunni má finna alls kyns góð ráð, uppskriftir og fleira. Þeir sem eru sænsku-megin í tilverunni geta svo kíkt á sænsku síðuna ”Släng inte maten” til dæmis ef ætlunin er að ” bjuda på påskbuffé”.

Reyndar eru þeir sem fara inn á venjulegar vefsíður eiginlega orðnir aftarlega á merinni í tæknimálum. Alls hafa þannig 350 þúsund Danir – fleiri en allir Íslendingar – hlaðið niður matreiðslubókar – appinu Karolines Køkken. Honum er ætlað að spinna upp uppskriftir miðað við það sem til er hverju sinni í ísskápnum. Appinn inniheldur myndbönd og greinar um hvernig maður nýtir matinn sem best. Einnig má nefna mataráætlun vikunnar en þar er fimmta hver uppskrift afgangar úr þeim fjórum máltíðum sem á undan fóru.

Þjóðverjar láta sitt ekki eftir liggja því þaðan er annar app sem er í þróun og nefnist FoodLoop.  Honum er meðal annars ætlað það hlutverk að greina frá hvar mat sem er að nálgast síðasta neysludag er að finna í nærliggjandi verslunum. Með því móti er neytendum vísað á mat á lægra verði auk þess sem líkur á sóun matvæla minnkar. Stefnt er að þvi að appinn verði nothæfur i öllum ESB rikjunum innan tiu ara.

Evropusambandið hefur sett ser það markmið að minnka matarsoun um helming fyrir 2020.