Fæling komi í stað refsileysis

sexual violence

11.júní “Nauðgun er ekki kvennamál heldur mál alls heimsins,” segir Angelina Jolie, sérstakur erindreki Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR).

Breska ríkisstjórnin og Sameinuðu þjóðirnar tóku höndum saman til að vekja athygli og leita lausna á þessum grófu mannréttindabrotum með því að boða til hnattræns leiðtogafundar um ofbeldi í hernaði. Formenn ráðstefnunnar eru Angelina Jolie (sjá setningarræðu hennar hér við hliðna á) og William Hague, utanríkisráðherra Bretlands. Kynferðislegt ofbeldi í hernaði getur valdið jafnmiklum skaða og sprengjur eða byssukúlur að mati fundarboðenda, og veldur konum og körlum, stúlkum og drengjum ólýsanlegum þjáningum. Slíkt ofbeldi stuðlað að óöryggi og fátækt og leggur stein í götu sátta, friðar og enduruppbyggingar.

Til ráðstefnunnar eru boðnar allar ríkisstjórnir sem hafa tekið undir Yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna um að binda endi á kynferðislegt ofbeldi í hernaði. Einnig er boðið sérfræðingum á sviðið laga, hernaðar og dómsmála auk fulltrúa milliríkjasamtaka og borgaralegs samfélags.

Markmiðið er að fæling taki við af því refsileysi sem hefur viðgengist. Koma ber lögum yfir gerendur og efla þarf alþjóðlega viðleitni og starf á hverjum stað.

“Ég vonast til að heyra fleiri og hærri raddir gegn kynferðislegu ofbeldi,” sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastóri Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu í tilefni fundarins. “Ég mun láta rödd mina heyrast að treysti á ykkur öll að taka þátt í margradda kór sem krefst aðgerða um allan heim”.

Fylgist með fundinum á Facebook siðu hans og á Twiter, og takið þátt með því að nota hashtag #TimeToAct.

Mynd: Flickr / Utilitarian 2.0 Generic (CC BY-NC 2.0)