Fallnir friðargæsluliðar heiðraðir

0
436
Peacekeepers

Peacekeepers

29. maí 2012. Sameinuðu þjóðirnar heiðra í dag á Alþjóðadegi friðargæsluliða samtakanna, þá hundrað og tólf friðargæsluliða sem létust við skyldustörf í þágu friðar á árinu 2011.
Á alþjóðadeginum sem haldinn er 29. maí ár hvert eru 120 þúsund friðargæsluliðum færðar þakkir en þeir starfa við sautján verkefni á mörgum af hættulegustu ófriðarsvæðum heims.

 Fyrir utan þá 112 sem létust á síðasta ári,hafa 27 friðargæsluliðar fallið á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs. Alls hafa meir en tvö þúsund og níu hundruð látist við friðargæslu frá upphafi.

Hundrað og sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna leggja til mannafla úr her og lögreglu til friðargæsluverkefna en nýjasta verkefnið er í Sýrlandi.
Í ávarpi sínu á Alþjóðadaginn hvatti Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri fólk um víða veröld til að minnast þeirra fórna sem friðargæsluliðar hefðu fært. “Við skulum heita þess að efla þetta starf sem færir milljónum manna um allan heim nýja von,” sagði Ban í ávarpinu.

Hervé Ladsous, yfirmaður friðargæslu SÞ lagði áherslu á í ávarpi sínu hve friðargæslan hefur breyst í áranna rás:
„Friðargæsla Sameinuðu þjóðanna hefur breytst verulega. Í upphafi var starf hennar fyrst og fremst að fylgjast með því hvort vopnahlé væru virt. Í dag verndar hún óbreytta borgara, eflum mannréttindi, leggjum löndum lið við að koma sér upp stofnunum, verndum réttarríkið og margt annað,” sagði Ladsous.