Falsaðar vörur eru hættulegar

0
467

 

unodc

13.janúar 2014. Sameninuðu þjóðirnar hafa hafið nýja herferð gegn fölsuðum og sviknum vörum.

UNODC, Glæpa og eiturlyfjaskrifstofa Sameinuðu þjóðanna telur að neytendur um allan heim kaupi ólöglega falsaða- og svikna vöru fyrir andvirði 250 milljarða Bandaríkjadala á ári.
Herferðinni er ætlað að vekja fólk til vitundar um að með því að kaupa falsaða vöru geti neytendur verið að styrkja skipulagða glæpastarfsemi, stofna lífi og heilsu neytenda í hættu auk neikvæðra siðferðilegra og umhverfislegra þátta.
Sviknar- og falsaðar vörur geta stofnað lífi og heilsu neytenda í hættu. Svo dæmi séu tekin geta fölsuð lyf verið lífshættuleg. Sala slíkra lyfja er mjög ábatasöm og er veltan talin nema 5 milljörðum dala á ári.Í sumum tilfellum eru engin virk efni í fölsuðum lyfjum en í versta falli geta þau innihaldið eiturefni.
Margar vörur eru falsaðar: dekk, bremsukloassar, flugvélahlutar, rafmagnstæki, barnamatur og leikföng
Mynd: Flickr / Reallyboring / 2.0 Generic (CC BY-NC-SA 2.0)