Félagsleg vernd lykill að upprætingu fátæktar

food2

food216.október 2015. Einungis 36% veraldarbúa njóta einhvers konar félagslegrar verndar.

Þetta er því bagalegra sem að sýnt þykir að félagsleg vernd stuðli að minnkun fátæktar og matvæla óöryggis og stuðlar að auknum fjárfestingum í landbúnaði.

food1Þema Alþjóða matvæladagsins, sem er í dag 16.október er “Félagsleg vernd og landbúnaður: að brjóta vítahring fátæktar í dreifbýli.
Í nýrri skýrslu frá Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ (FAO) er lögð áherslu á þátt félagslegrar verndar í því að uppræta fátækt og hungur. Forstjóri FAO Graziano da Silva segir að félagsleg vernd sé annað og meira en öryggisnet fyrir hina fátækustu.
„Sú þjónusta sem veitt er af hálfu félagsmálayfirvalda eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu á staðnum, og þar af leiðandi meiri tekjur og kaupgetu. Auðvitað dugar félagsleg vernd ekki ein sér til að rífa fólk úr viðjum fátæktar og hungurs. Í dreifbýli verður félagsleg vernd að haldast í h3endur við aðra stefnumörkun í landbúnaði.“