Ferðamennska og vatn

0
590

 


tourist
27.september 2013. Kastljósinu er beint að ábyrgri notkun á vatni í tengslum við ferðamennsku á alþjóðlegum degi ferðamenna í ár.

Tilgangur dagsins er að efla vitun um ferðamennsku og menningarlegt- pólitískt og efnahagslegt gildi hennar. Alþjóðlegi dagurinn er í lok september en þá er háannatíma ferðamannaársins að ljúka á norðurhveli og ferðamannatímabilið að byrja á suðurhveli.  Í tilefni af alþjóðlegu ári samvinnu um vatn er sjónum beint að vatnsnotkun ferðamanna og framlagi ferðamannageirans til sjálfbærrar framtíðar.

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur í ávarpi sínu í tilefni af alþjóðlega ferðamannadagsins til þess að dregið verði úr vatnsnotkun og stýring vatnsnotkunar bætt. Hann skoraði jafnframt á neytendur að vera vakandi fyrir umhverfisþáttum á ferðalögum sínum. “Við getum stuðlað að því að byggja upp þá framtíð sem við viljum með því að hafa vatnssparnað í fyrirrúmi.”

Miklu skiptir að ferðamenn leitist við að leggja sitt af mörkum til þeirra staðbundnu samfélaga sem þeir heimsækja.  Norðurlandabúar ferðast gjarnan til landa þar sem vatnsskortur er landlægur. Finna má góð ráð á vefsíðum en til dæmis má nefna að ferðamenn ættu að hafa í huga að reyna að spara vatn þegar þeir bregða sér í sturtu eða bursta í sér tennurnar.