Fíkn er sjúkdómur, ekki glæpur segir Ban Ki-moon

0
459
pumrkt

-Ný fíkniefnaskýrsla SÞ sýnir að 4.8% íbúa heimsins neyttu kannabis á síðasta ári. Kókaínneysla hefur aukist í Evrópu- minnkað í Bandaríkjunum. Dauðsfall af völdum fíkniefna í heiminum á þriggja mínútna fresti.

pumrktHeildarvelta á heimsmarkaði með eiturlyf á borð við kókaín, heróín og kannabis hefur heldur minnkað eða verið jafnvægi á sama tíma og framleiðsla og eftirspurn hefur aukist eftir lyfseðilsskyldum lyfjum úr ópíumi og nýjum verksmiðjuframleiddum fíkniefnum. Þetta kemur fram í árlegri yfirlitsskýrslu Fíkniefna- og glæpaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna (UNODC) (sjá: www.unodc.org/wdr).

 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og Júrí Fedotov, forstjóri UNODC kynntu skýrsluna á blaðamannafundi síðdegis 23. júní ásamt háttsettum bandarískum og rússneskum embættismönnum.   
 
“Við skulum ekki mismuna þeim sem neyta ólöglegra fíkniefna heldur koma þeim undir læknishendur eða í ráðgjöf. Fíkn er sjúkdómur, ekki glæpur,” sagði Ban Ki-moon. Hann benti á að 200.000 manns týndu lífi á ári vegna fíkniefnaneyslu. “Þriðju hverja mínútu deyr einhver af völdum þessa sjúkdóms sem unnt er að koma í veg fyrir. Þetta her harmleikur á heimsvísu.” 

4.8% jarðarbúa á aldrinum 15-64 ára notuðu ólögleg fíkniefni að minnsta kosti einu sinni á síðasta ári.  Heildar fíkniefnaneysla var í jafnvægi. 158x158_banner_WDRHins vegar jókst eftirspurn eftir fíkniefnum sem ekkert alþjóðlegt eftirlit er með, svo sem piperasín og kaþínón. Þá er farið að herma eftir áhrifum kannabis með verksmiðjuframleiddum fíkniefnum. 

Bandaríski kókaínmarkaðurinn hefur dregist verulega saman á undanförnum árum. Engu að síður eru Bandaríkin stærsti kókaínmarkaðurinn en þar var neytt 157 tonna árið 2009 eða 36% af neyslu í heiminum. Næst á eftir kemur Evrópumarkaður, aðallega vestur- og mið-Evrópa með um 123 tonn. 

Síðastliðinn áratug hefur kókaínneysla í Evrópu tvöfaldast, þó svo að hún hafi verið nokkuð stöðug allra síðustu ár. 

Á sama tíma hefur markaðsverð kókaíns lækkað verulega síðan um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Fyrir aðeins áratug var Norður-Ameríku markaður fjórum sinnum stærri en sá evrópski. Nú er evrópski kókaínmarkaðurinn metinn á 36 milljarða dala en sá bandaríski á 37 milljarða. 

Kannabis er enn sem fyrr mest framleidda og vinsælasta ólöglega fíkniefnið í heiminum. Árið 2009 höfðu á bilinu  2.8 % og  4.5% jarðarbúa á aldrinum 15-64 notað kannabis að minnsta kosti einu sinni á undanförnu ári.  

 “Árangurinn sem hefur náðst í baráttunni við hefðbundin fíknefni hefur að nokkru leyti tapast við framgang verksmiðjuframleiddra “hönnunarlyfja” sem herma eftir áhrifum hefðbundinna ólöglegra fíkniefna,” segir forstjóri UNODC Júrí Fedotov. 
 
“Ein besta leiðin til að minnka eftirspurn er meðferð við þessu vandamáli sem er eitt skæðasta vopnið í baráttunni enda má rekja langstærstan hluta neyslunnar til fólks sem á við alvarlegan fíkniefnavanda að stríða, segir Fedotov. 

 Í hnotskurn:.
 
 
• Um 210 milljónir manna eða 4.8 % jarðarbúa á aldrinum 15-64, neyttu ólöglegra efna að minnsta kosti einu sinni árið 2010.

• Stærsti hópur neytenda ólöglegra efna voru kannabisneytendur eða á bilinu 129 til 190 milljónir.  

• Kókaínframleiðsla fer minnkandi aðallega vegna minni framleiðslu í Kólombíu. Bandaríkin eru enn stærsti markaðurinn en neysla þar hefur minnkað stórlega.   

• Á árunum 2007 og 2008, neyttu 16 til 17 milljónir manna í heiminum kókaíns. 

• 74% heimsframleiðslu opíums var í Afganistan.