Fíkniefnavandinn krefst mannúðlegra aðgerða

0
599
drugs

drugs

26.júní 2016. Um fimm prósent allra fullorðinna í heiminum neyttu að minnsta kosti eins fíkniefnis árið 2014.

Samtals eru þetta 250 milljónir manna á aldrinum 15 til 64 ára. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Skrifstofu Sameinuðu þjóðanna um fíkniefni og COVER World Drug Report 2016glæpi (UNODC), sem gefin er út í aðdraganda Alþjóðadags gegn misnotkun og sölu fíkniefna, sem er haldinn 26.júní. 

Þessi tala hefur þó ekki hækkað hlutfallslega á þeim fjórum árum sem liðin eru frá samantekt síðustu sambærilegu skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Hins vegar hefur tala fólks sem líður verulega fyrir fíkiniefnaneyslu hækkað verulega eða úr 27 í 29 milljónir.

Í skýrslunni er bent á verulega fylgni á milli fátæktar og margra hliða fíkniefnavandans. Stærstur hluti vandans hvilir á herðum fólks úr fátækari hluta samfélagsins og þess sem býr yfir lítilli menntun.

„Fíkniefnavandinn í heiminum krefst svara á heimsvísu sem verða vera í senn skilvirk og mannúðleg,” segir aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Ban Ki-moon, í ávarpi í tilefni alþjóðlega dagsins.

Þema dagsins að þessu sinni er „Hlustum fyrst” . Því er ætlað að auka stuðning við forvarnir sem byggja á vísindalegum grunni og eru skilvirk fjárfesting í velferð barna og ungmenna, fjölskyldna þeirra og samfélaga.

Mynd Luca Serzzi: Flickr Creative Commons/https://creativecommons.org/licenses/by/2.0/