Fimm leiðir ríkja til að aðlagast loftslagskreppunni

0
335

COP27. Loftslagsbreytingar. Skaðlegra áhrifa loftslagsbreytinga verður vart um víða veröld. Á þessu ári hafa orðið fordæmislaus flóð og þriðjungur Pakistans farið undir vatn. Fólk og dýr deyja af öldum loftslagstengdra þurrka í Austur-Afríku og methitastig hefur mælst í Kína. 

Aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt veraldarleiðtoga til fjárfesta janft í aðlögun sem mildun því án aðlögunar eru hagkerfi, fæðuöryggi og stöðugleiki í heiminum í hættu.

Þetta eru leiðirnar fimm:

  1. Snemmbærar viðvaranir

COVDI 19 og fátækt kvenna
Kona með barn í fanginu í fátæktra hverfi í Dhaka í Bangladesh.

Rannsóknir sýna að viðvörun 24 tímum áður en hitabylgja eða ofsaveður skellur á getur minnkað tjón um 30%. Kerfi sem tryggir snemmbærar viðvaranir eru góð fjárfesting. Talið er að níu dollarar skili sér fyrir hverja einn sem fjárfest er fyrir.

Snemmbær viðvörun gerir fólki kleift að verjast flóðum með því að fylla upp í hurðir með sandpokum, sanka að sér matvælum og í verstu tilfellum flýja heimili sín.

Í Bangladesh hefur fjöldi látinna af völdum fellibylja minnkað hundraðfallt á 40 árum þökk sé snemmbæru viðvaranakerfi, jafnvel þótt áhrifa loftslagsbreytinga gæti í sívaxandi mæli. Þriðjungur heimsbúa býr ekki svo vel að njóta snemmbærra viðvarana svo vel sé. Þótt athyglin beinist að ofsaveðri, flóðum og þurrkum, þurfa slík kerfi einnig að ná til hitabylgja og gróðurelda sem verða sífellt algengari.

Fyrr á þessu ári fól aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna Alþjóða veðurfæðistofnuninni (WMO) að þróa aðgerðaáætlun með það að markmiði að allir jarðarbúar njóti snemmbærra viðvarana innan fimm ár.

2. Endurreisn vistkerfa

Mynd: Waranont (Joe) /Unsplash

 Áratugur Sameinuðu þjóðanna um endurreisn vistkerfa (UN Decade on Ecosystem Restoration) leysti úr læðingi heimshreyfingu undir forystu UNEP í þágu endurreisnar vistkerfa heimsins. Endurreisn vistkerfa hefur í för með sér að meira kolefni er fangað á náttúrulegan hátt. Þar að auki eykur það „þjónustu vistkerfa“ sem ver veröldina frá verstu afleiðingum loftslagsbreytinga.

Í borgum getur trjágróður kælt loftið og dregið úr hitabylgjum. Á sólríkum degi getur eitt tré hafi kælandi á við loftkælingarkerfi.

Á ströndum getur fenjaviður skapað náttúrulega vörn gegn ofsaveðri og dregið úr hæð og afli brimöldu. Þar að auki er fenjaviður þúsund sinnum ódýrari á hvern kílómetra en brimgarðar.

Á fjöllum upp getur gróðursetning í fjallshlíðum myndað vörn gegn aurskriðum og snjóflóðum.

  1. Loftslagsþolnir innviðir

Með loftslagsþolnum innviðum er til dæmis átt við vegi, brýr og refmagnslínur sem greta staðist öfgakennt álag af völdum loftslagsbreytinga. Kostnaður við innviði er talinn vera 88% af útgjöldum vegna aðlögunar að loftslagsbreytingum

Alþjóðabankinn segir í skýrslu að fjárfestingar í loftslagsþolnum innviðum í lág- og meðaltekjuríkjum geti skapað ágóða að andvirði 4.2 trilljónum Bandaríkjadala.

4. Vatnsbirgðir og öryggi

Mynd: Jong Marshes/Unsplash

Umræða um loftslagsbreytingar snýst oft og tíðum um vatn, hvort heldur sem um er að ræða flóð, þurrka, hækkandi yfirborð sjávar eða jafnvel gróðurelda. Talið er að annað hver jarðarbúi muni standa frammi fyrir alvarlegum vatnsskorti fyrir 2030.

Fjárfestingar í skilvirkum áveitum geta skipt sköpum enda notar landbúnaður 70% alls ferskvatns. Í þéttbýli má spara 100-120 milljarðar kúbikmetra vatns á heimsvísu með því að draga úr leka úr vatnsleiðslum.

  1. Langtíma áætlanir 

  2. Landsáætlanir um aðlögun (National Adaptation Plans) eru þýðingarmikil stjórntæki til skipuleggja framtíðina og forgangsraða þörfum um aðlögun.

Þýðingarmikill hluti þessa er að fara í saumana á loftslagssviðsmyndum fyrir næstu áratugi. Jafnframt þarf að fara yfir hvar skóinn kreppir að í mismunandi geirum. Um 70 ríki hafa nú þegar tekið saman slíkar landsáætlanir og fer þeim fjölgangi. UNEP styður við gerð áætlana í 20 ríkjum.