Fimmti hver fiskur veiddur fiskur fer undir radarinn

0
147
Alþjóðlegur dagur baráttu gegn ólöglegum, óskráðum og stjórnlausum fiskveiðum
Fiskveiði-eftirlitsmenn fara um borð í fiskveiði-móðurskip. Mynd: UNDP/Francisco Blaha

Fiskveiðar. Talið er að einn af hverjum fimm veiddum fiskum í heiminum sé ólöglega veiddur, aflinn óskráður eða veiðarnar stjórnlausar. 5.júní er Alþjóðlegur dagur baráttu gegn ólöglegum, óskráðum og stjórnlausum fiskveiðum.

Talið er að aflinn sé á bilinu 11 til 26 milljónir tonna á ári, en sem dæmi má nefna er heildarfiskveiðiafli Íslendinga var 2.1 milljón tonna 2021 og Norðmanna innan við 2.5 milljón tonna árið eftir.

Aflaverðmætið er á bilinu 10-23 milljarðar Bandaríkajdala að mati FAO, Matvæla og lanbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Fiskur og aðrar sjávarafurðir skipta verulegu máli við að brauðfæða sífellt fleiri jarðarbúa og tryggja fæðuöryggi. Hins vegar grafa ólöglegar, óskráðar og stjórnlausar fiskveiðar alvarlega undan viðleitni alþjóðasamfélagið við að tryggja sjálfbærni sjávarútvegs.

Heimsmarkmiðin

Í fjórða undirmarkmiði fjórtánda Heimsmarkmiðsins um sjálfbæra þróun er alþjóðasamfélagið eggjað til að koma á „skilvirku eftirliti með afla og (taka) fyrir ofveiði og ólöglegar, óskráðar og stjórnlausar fiskveiðar og skaðlegar veiðiaðferðir,“ fyrir 2020.

Þetta hefur reynst hægara sagt en gert. Til að hrinda þessu í framkvæmd þarf að beina athygli almennings að neikvæðum afleiðingum ólóglegra, óskráðra og stjórnlausra fiskveiða og hefur FAO gengið fram fyrir skjöldu í þeirri baráttu.