Finnar í framboði til Mannréttindaráðsins

0
229
Finnland Mannréttindaráð
Mynd: Joakin Honkasalo/Unsplash

Finnland hefur boðið sig fram til setu í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna 2022-2024.

Vígoroð framboðsins er „Margvíslegur heimur, almenn mannréttindi.“ Kosning fer fram á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í október 2021.

Þema finnska framboðsins eru réttindi kvenna og stúlkna, ný tækni og stafræn umbylting, loftslagsbreytingar og menntun sem mannréttindi.

Í kosningabaráttu sinni munu Finnar einnig leggja áherslu á vörn milliríkjasamskipta gegn árásum. Einnig þörfina á að efla þátttöku borgaralegs samfélags í starfi Sameinuðu þjóðanna.

Finnska utanríkisráðuneytið telur að Finnar geti, með því að setjast í Mannréttindaráðið, fylkt liði með þeim ríkjum sem slá skjaldborg um mannréttindi, auk þess að leita að sjálfbærum lausnum við alheimsvandamálum.

„Loftslagsbreytingar og heimsfaraldrar auka enn á ójöfnuð og innbyrðis tengsl um víða veröld. Miklvægi þess að verja mannréttindi munu aukast í hnattrænu tillite,” segir Pekka Haavisto utanríkisráðherra Finna.

Framboð til Mannréttindaráðsins er eitt af helstu markmiðum ríkisstjórnar Sanna Marin forsætisráðherra úr flokki jafnaðarmanna í utanríkismálum.

„Við horfum til bjartari tíma og við verðum að vinna í þágu veraldar þar sem mannréttindi eru veruleiki sem allir njóta og enginn er skilinn eftir,“ segir Marin í myndbandi kosningabaráttunnar.

Mannréttindaráðið var stofnað 2006 og er helsta mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna. 47 ríki eiga aðild að ráðinu og situr hvert ríki þrjá ár í sent. Jöfn landfræðileg skipting er innan ráðsins. Finnland sat í byrjun eitt ár í ráðinu 2006-2007.