Finnland: „Sameinuðum stöndum vér,sundruð föllum..“

0
546

Erkki

30.september 2013. Þrjátíu og þrír veraldarleiðtogar frá Sádi Arabíu til Páfagarðs og Íslandi til Erítreu eru ámælendaskrá almennra umræðna á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag.

Fyrri viku umræðnanna lauk á föstudag og höfðu þá 163 leiðtogar ávarpað þingið.
Ríki úr öllum heimshornum hafa tekið undir þá skoðun að þörf sé á metnaðarfullum markmiðum í þróunarmálum, nú þegar Þúsaldarmarkmiðin um þróun munu senn hafa þjónað hlutverki sínu en þau renna út 2015. Þema almennu umræðnanna á 68.Allsherjarþinginu er helgað þróunarmálum eftir 2015.
“Okkur ber í nánustu framtíð að koma okkur saman um ný þróunarmarkmið sem að mínu mati ætti að kenna við sjálfbæra þróun, “sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands í ræðu sinni. “Andspænis loftslagsbreytingum og minnkandi lífræðilegri fjölbreytni höfum við í mesta lagi nokkra áratugi til þess að ná vistfræðilegri, félagslegri og efnahagslegri sjálfbærni..Annað hvort tekst okkur þetta í sameiningu eða við förumst saman,” sagði hann.
Rui Machete, utanríkisráðherra Portúgals hvatti til breyttra áherslna. “Við verðum að snúa baki við hinu hefðbundna sambandi á milli gefenda og þiggjenda og skapa nýja tegund félagsskapar með þátttöku nýrra alþjóðlegra gerenda,” sagði hann í ræðu sinni.

 Jose Maria Pereira Neves, forsætisráðherra Grænhöfðaeyja sagði að loftslagsbreytingar væru “alvarlegasta vandamál okkar tíma” sem kallaði á brýnar og ábyrgðarfullar lausnir. Sérstaklega þyrfti að beina sjónum að þessu í þróunaráætlunum eftir 2015 enda væru fylgifiskarnir óstöðuguleiki í matvælaframleiðslu, súrnun úthafa auk félagslegrar spennu sem væri olía á eld átaka innan og á milli ríkja.

Elmar Maharram Oglu, utanríkisráðherra Aserbædjan sagði að upplýsinga- og samskipta tækni væri “drifkraftur þróunar og framfara” og því ætti að huga sérstaklega að þessum málaflokki í þróunarmálum eftir 2015.