Fjarvinna: COVID-19 gæti valdið straumhvörfum

0
909
Fjarvinna
Fjarvinna er framtíðin segir Jon Messenger. Mynd: Allie on Unsplash

Hundruð þúsunda Evrópubúa hafa uppgötvað fjarvinnu á tímum COVID-19 faraldursins. Þetta gæti haft „langvarandi áhrif“ að mati sérfræðings í fjarvinnu.

„Ég hef haldið því fram í mörg ár að fjarvinna sé framtíðin,“ segir Jon Messenger sérfræðingur hjá Alþjóða vinnumálastofnuninni (ILO). „Með einangrun, samskipta- og samkomubönnum hefur fjarvinnu verið þrengt upp á okkur án undirbúnings. Engu að síður hefur þetta virkað.“

Jon Messenger hefur gert fjölmargar rannsóknir á fjarvinnu. Hann segist ekki hafa neinar efasemdir um að nú þegar fjarvinnu hafi rutt sér til rúms muni andstaðan verða brotin á bak aftur.

„Mesta andstaðan við að fjarvinna verði almenn kemur frá stjórnendum. Það er þörf á menningarbyltingu í stjórnun jafnt í stofnunum sem fyrirtækjum,“ útskýrir Jon Messenger.

Fjarvinna
Fólk ætti að geta unnið hvar og hvenær sem er.
Höfnin í Kaupmannahöfn. Mynd: Martin Nikolaj Christensen CC BY 2.0

Stuðningur og trúnaðartraust 

„Sumir stjórnendur eru háðir viðveru, því hve mörg sæti eru skipuð í skrifstofunni. Hins vegar er viðvera sem slík ekki mælikvarði á árangur. Maður verður að losa sig við þá stefnu að allir þurfi að vera á staðnum. Hafa þess í stað skýra sýn á markmið og mælingu á árangri,“ bætir hann við.

Sérfræðingurinn segir að það séu tvö lykilorð í þessu máli: stuðningur stjórnenda og traust.

„Traust er lykilatriði og grundvöllur fjarvinnu. Það er þýðingarmikið á milli stjórnenda og starfsfólks. Einnig á milli starfsfólks og verkstjóra og á milli einstakra meðima í teymi.“

Fjarvinna
Sérfræðingur telur að fjarvinnubylting sé framundan.

Árangur fjarvinnu er einnig háður undirbúningi bendir Jon Messenger á. Hann vinnur að samantekt leiðarvísis handa fyrirtækjum og starfsfólki.

„Fyrirtæki og starfsfólk hafa orðið að laga sig að fjarvinnu vegna „krísunnar“. Athyglin hefurbeinst að því að tryggja tengingar, og að allir hafi réttan búnað og kunni á hann,“ segir Messenger.

Að hans mati ætti fólk að hafa kost á að vinna hvaðan sem er og hvenær sem þeim hentar til að hámarka framleiðni og afköst. Hins vegar sé mikilvægt að finna jafnvægi á milli einkalífs og vinnu. „Kosturinn við fjarvinnu er sveigjanleiki, en fólk verður líka að læra að aftengjast.“

Að læra að aftengjast

Í upphafi lokananna sem fylgdu útbreiðslu faraldursins birti Jon Messenger eftirfarandi myndband á heimasíðu ILO. Þar eru grundvallarreglur fjarvinnu tíundaðar.

 

„Öfugt við það sem margir halda dregur ekki úr framleiðni við fjarvinnu. Þvert á móti hefur fólk tilhneigingu til að vinna lengur þegar það er fjarri skrifstofunni.  Tími sparast sem fer í ferðir til og frá vinnustað. Og fólk vill sýna fram á að það sé jafn skilvirkt þótt það sé ekki á staðnum,“ segir Messenger.

Það er afar þýðingarmikið að finna hvenær á að aftengjast. Læra þarf að setja mörk í tíma og rúmi á milli vinnu og einkalífs. „Ákjósanlegast er að hafa ákveðinn stað, skrifstofu eða horn í herbergi til að vinna. Og síðan þarf að temja sér sjálfsaga og læra hvenær rétt er að slökkva á tölvunni og hætta að lesa tölvupósta þegar vinnutíminn er liðinn.“

Sveigjanleiki

„Síðan mun þetta halda áfram að þróast. Fólk mun kjósa að vinna nær heimili sínu eða hvar sem þvi sýnist. Til dæmis á sameiginlegum vinnusvæðum,“ segir Jon Messenger. Hann tók saman skýrsluna „Vinna hvenær sem er, hvar sem er“ fyrir Evrópusambandið.  ( Working anytime, anywhere )

Fjarvinna
Kona heldur á síma við tölvu

Ekki má gleyma því að með því minnka þann tíma sem fer í ferðir til og frá vinnustað dregur jafnframt úr losun lofttegunda sem valda gróðurhúsaáhrifum.  Einni minnkar álag sem er samfara því að vera í umferðinni.

Sérfræðingur Alþjóða vinnumálastofnunarinnar segir að best sé að stunda fjarvinnu tvo til þrjá daga í viku. Með því losni síður um sambandið við teymið.

„Það eru lika til fólk sem er sjálfstæðara og aðlagast vel fjarvinnu og vinnur jafnvel betur þannig. Aðalatriðið er að sveigjanleiki ríki, að allir séu sáttir og geti unnið við ákjósanlegustu aðstæður til að vinna þau verkefni sem þeim eru falin,“ segir Messenger að lokum.