|
Til þess að hindra berklafaraldur sem nánast ekkert getur unnið á, verðum við að komast að rótum vandans sem eru: vond þjónusta, vondar birgðir, röng lyfjanotkun.
Þess vegna er þema Alþjóðlega berkladagsins: “Ég stöðva berkla”. Þetta er barátta sem einungis vinnst með sameiginlegu átaki milljóna einstaklinga- jafnt þeirra sem láta fé af hendi rakna, vísindamanna, lækna og starfsmanna heilsugæslu auk sjúklinga og fjölskyldna þeirra.
Hlutfall þeirra sem veikjast af berklum fer lækkandi þökk sé sameiginlegu átaki margra þeirra sem málið varðar. En þessi árangur helst ekki í hendur við mannfjölgun þannig að sífellt fleiri sýkjast af berklum.
Alþjóða Heilbrigðismálastofnunin (WHO) gaf nýlegu út dökka skýrslu um útbreiðslu berkla-tegundar sem lyf vinna ekki á. Og berklar verða enn banvænni þar sem HIV faraldurinn geysar.
Við verðum að efla átakið á heimsvísu til þess að bjarga mannslífum. Sameinuðu þjóðirnar munu boða leiðtoga heims á fund um HIV og berkla nú í júní til þess að beina kröftum að átaki tili þess að fækka HIV tengdum dauðsföllum af völdum berkla. Við getum sótt innblástur til margra Afríkuríkja sem hafa sýnt og sannað að það er hægt að auka þjónustu með því að skima berklasjúklinga í leit að HIV smiti, skima HIV-smitaða í leit að berklum og hefja umönnun þeirra. Í Rúanda, til dæmis, eru þrír fjórðu hlutar berklasjúklinga skimaðir fyrir HIV smiti. Í Kenía og hefur góður árangur náðst.
Þessi framþróun er árangur viðleitni einstaklinga. “Ég stöðva berkla”, er ekki bara þema dagsins, heldur heitstrenging um að halda áfram baráttunni út árið og í framtíðinni.