Fjöldi barna sem deyja fyrir 5 ára aldur kominn undir 10 milljónir á ári

0
509

13. september 2007 – Langþráðu takmarki hefur verið náð í að draga úr ungbarnadauða en færri en 10 milljónir barna létust í heiminum fyrir fimm ára aldur í fyrsta skipti frá því byrjað var að halda tölfræði. 

Nýjustu tölur UNICEF, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna benda til að 9.7 milljónir barna innan við fimm ára hafi látist á síðasta ári sem tölur ná yfir. Verulegur árangur hefur náðst því árið 1990 er talið að 13 milljónir barna innan fimm ára hafi látist.  
Þessi árangur gefur vonir um að Þúsaldarmarkmiðunum um að draga úr ungbarnadauða verði náð. Meðal þeirra markmiða sem leiðtogar heimsins settu sér að ná á árþúsundamóti fundi sínum árið 2000, var að minnka dauða barna fyrir fimm ára aldur um tvo þriðju hluta miðað við 1990 fyrir árið 2015.

Ann M. Veneman forstjóri UNICEF segir þennan árangur “sögulegan” en leggur einnig áherslu á að mikið verk sé óunnið. “Það er óásættanlegt að 9.7 milljónir ungrabarna látist á hverju ári,” segir hún. “Það væri hægt að koma í veg fyrir dauða flestra þessara barna og eins og nýlegur árangur sýnir eru lausnirnar þegar þekktar.” 
Stór hluti þess árangurs sem sést í nýju tölunum á rætur að rekja til meiri útbreiðslu grundvallar atriða í heilsugæslu á borð við brjóstagjöf, bólusetningu við mislingum, neysla A vítamíns til að efla ónæmiskerfið og notkun móskíto neta til að sporna við malaríu.  Sjá nánar: http://www.unicef.is/