Fjölskyldudagurinn: Frjósemi Norðurlandabúa minnkar stöðugt

0
163
Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn
Iholm skólinn í Kaupmannahöfn. Yadid Levy / Norden.org

Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn. Frjósemi hefur minnkað verulega á Norðurlöndum undanfarin ár. Þetta gerist þrátt fyrir að velferðarkerfið eigi að létta undir með barnafjölskyldum og er fræðimönnum nokkur ráðgáta. Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn er 15.maí.

Þótt nokkur kippur hafi orðið í barnsfæðingum á árum heimsfaraldursins eru tölurnar ógnvekjandi. Finnland er á botninum á Norðurlöndum en þar fæðist 1.3 barn á hverja konu, en Ísland er á toppnum með 1.6. Vert er að hafa í huga að þetta er svipuð þróun og í Evrópu í heild.

Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn
Þróunin á Norðurlöndum er ekki ólík því sem gerist í Evrópu. Mynd: Amber Faust/Unsplash

Frjósemisstuðull er sambærilegur því hann tekur tillit til stærðar og uppbygginar mannfjölda landa. Á síðustu árum hafa Evrópubúar almennt eignast færri börn. Þannig hefur hægst á fjölgun íbúa Evrópusambandsins. Frjósemisstuðullinn í ESB ríkjum árið 1021 var 1.53 fæðingar á hverja konu.

Fæðingum fjölgaði í faraldrinum

Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn.
Félagslega kerfið er þéttriðið á Norðurlöndum en allt kemur fyrir ekki. Mynd: Karin Beate Nøsterud/norden.org

„Þegar heildar frjósemisstuðullinn fer niður fyrir 1.3 fæðingar á hverja konur er talað um „minnstu-lág frjósemi,” segir landfræðingurinn Timothy Heleniak fræðimaður hjá Nordregio.

Í skýrslu í fyrra um ástandið á Norðurlöndum (State of the Nordic Region), er sjónum beint að árum heimsfaraldursins. Nordregio tekur saman skýrsluna í náinni samvinnu við Norrænu ráðherranefndina, en hún kemur út annað hvort ár. Þar eru birtar einstæðar tölur um efnahag, fólksfjölda, fólksflutninga, atvinnu og fleira.

Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn.
Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn. Mynd: Sandy Millar/Unsplash

Fæðingum fjölgaði á tímum heimsfaraldursins á Norðurlöndum. Á hinn bóginn jókst dánartíðni einnig nokkuð á Norðurlöndunum fimm og sjálfstjórnarsvæðunum. Á öllum Norðurlöndum, nema Grænlandi, fæddust fleiri börn 2021 en 2020, en fjölgunin í Svíþjóð var þó smávægileg. Á Íslandi, í Noregi og Finnlandi var fjölgunin ánægjuleg eftir áratugalanga minnkandi frjósemi.

Þrátt fyrir alla velferðina

„Velferðarkerfið er almennt mjög þróað á Norðurlöndum,“ segir Nora Sanchez Gassen stjórnmálafræðingur og lýðfræðingur hjá Nordregio. „Félagslegur stuðningur er umtalsferður, stöðugleiki og félagslegt traust er ríkjandi. Almennt séð ættu því að vera kjör-aðstæður til að ala upp börn, en engu að síður fer frjósemi minnkandi.”

Alþjóðlegi fjölskyldudagurinn.
Börn að leik í Nuuk á Grænlandi. Mynd: Mads Schmidt Rasmussen / norden.org

Sanchez Gassen segir að ein ástæðan fyrir minnkandi frjósemi sé einfaldlega sú að sífellt fleiri pör vilji ekki eða geti ekki eignast börn. Ástæðurnar fyrir ákvörðun um barnleysi geti verið mismunandi og tengst fjárhag, loftslagsbreytingum eða öðru.

Lífslíkur hafa vaxið stöðugt á Norðurlöndum. Finnskir karlar lifa að meðaltali 74.1 ár. Aðeins karlar á Grænlandi hafa minni lífslíkur en áður. Norrænt fólk lifir lengur en áður og að sama skapi eykst hlutfall eldra fólks. Því er spáð að 80 ára og eldri verði orðnir 8% af heildar fólksfjölda árið 2030 en er aðeins 4.3% í dag.

Sjá yfirlit yfir alþjóðlega daga Sameinuðu þjóðanna hér