Fleiri drukkna á Íslandi en á flestum Norðurlanda

0
835

Drukknun er ein helsta dánarorsök af völdum slysa í heiminum. Samkvæmt tölum Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) frá 2014 drukkna fleiri á Íslandi og Finnlandi en á hinum Norðurlöndunum.    

Fækka mætti þessum ónauðsynlegu dauðsföllum verulega með réttum forvarnaraðgerðum af hálfu almennings og hins opinbera. 25.júlí ár hvert er Alþjóðlegur dagur til að hindra dauðsföll af völdum drukknunar á vegum Sameinuðu þjóðanna.

Alls drukkna 200 þúsund manns á ári hverju í heiminum að sögn WHO.  Áhættuhópar eru börn, karlar og þeir sem búa nálægt vatni eða sjó.

Áhættusöm hegðun

Drukknun er ekki aðeins hræðilegur dauðdagi heldur hefur mikil áhrif á fjölskyldur og heil samfélög.

Orsakirnar eru margvíslegar og fara eftir heimshlutum. Í sumum tilfellum má rekja þennan dauðdaga til áhættusamrar hegðunar, svo sem að synda einn síns líðs eða undir áhrifum áfengis. Í öðrum tilfellum tengist drukknun náttúruhamförum svo sem flóðum. Hælisleitendur drukkna á hverju ári er þeir leggjast til sunds til að komast á öruggan stað.

Margir eru háðir því að vina í nágrenni vatns, svo sem fiskimenn og þeir eru vitaskuld í meiri hættu en aðrir, sérstaklega ef útbúnaður þeirra e rekki fullnægjandi.

Norðurlönd

Flestir þeirra sem drukkna búa á Kyrrahafssvæði WHO og suðaustursvæðinu. Norðurlönd geta lika bætt sig verulega.    

Dauða meir en helmings þeirra sem drukkna í Finnlandi má rekja til ölvunar. Flestir þeirra sem drukknuðu þar notuðu ekki björgunarbeltinum í þeim tilfellum sem það átti við.

Slík dauðsföll má koma í veg fyrir.    

Að mati WHO drukkna hlutfallslega flestir í Finnlandi og á Íslandi af Norðurlöndunum. 2.5 á Íslandi og 2.4 í Finnlandi af hverjum 100 þúsund.  Sambærilegar tölur í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru 1.2-1.4.

Þarflaus dauðsföll

Allir þeir sem hlut eiga að máli eru hvattir til að bæta viðbrögð og efla aðgerðir til að hindra dauðsföll af völdum drukknunar. Menntun vegur þar þyngst.   

Sundkennsla og lágmarks kennsla í öryggismálum ættu að standa öllum til boða. Stefna ber að því að allir kunni skil á undirstöðu atriðum í björgun og endurlífgun sem kann að vera nauðsynleg á ströndum og í sundlaugum.

Þá geta hindranir á ýmsum stöðu verið nauðsynlegar til að stjórna aðgengi að vatni.  Þá er mikilvægt að framfylgja öryggisreglum á bátum, skipum og ferjum. 

Á tímum loftslagsbreytinga er mikilvægt að efla viðbúnað til að mæta ófyrirsjáanlegu veðurfari. Flóðum fjölgar víða og því er mikilvægt að bæta viðbúnað ýmissa berskjaldaðra samfélaga.