Flóttamenn: Ban lofar rausn Svía

0
499

Ban Hammarsjköld

30.mars 2016. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Svía segir að Svíar hafi sýnt mikið örlæti með þvi að taka á móti fjölda flóttamanna og lýkur lofsorði á “femíníska” utanríkisstefnu landsins.

Ban flutti að þessu sinni árlegan fyrirlestur í Stokkhólmi sem kenndur er við Dag Hammarskjöld, hinn sænska fyrirrennara hans í embætti. Í fyrirlestrinum sagði Ban að „Sameinuðu þjóðirnar hefðu verið snar þáttur í lífi Svía í nærri 70 ár. Í fáum ríkjum hefur stuðningur við Sameinuðu þjóðirnar verið eins samofinn þjóðareinkennum eins og í Svíþjóð.“

Aðalframkvæmdstjórinn benti á að meir en 80 þúsund Svíar hafi þjónað í friðargæslusveitum samtakanna, nú síðast í Malí og að Svíar leiki enn mikilvægt hlutverk í lausn deilna í heiminum.

„Ég fagna sérstaklega stuðningi Svíþjóðar við ályktun Öryggisráðsins númer 1325 um konur, frið og öryggi og samskiptaneti kvenkyns samningamanna…Hin femíniska utanríkisstefna ykkar laðar fram nýjar raddir.“

Ban sagði að Dag Hammarskjöld hefið verið sér innblástur frá því að hann var tólf ára gamall og ritaði bréf til hins sænska aðalframkvæmdastjóra ásamt skólafélögum sínum vegna ofríkis Sovétríkjanna í Ungverjalandi 1956.

„Sem bekkjarformaður las ég bréfið fyrir alla nemendurna á skólafundi.

Ban Hammarskjöldxxxx„Kæri aðalframkvæmdastjóri. Hjálpið unversku þjóðinni í þágu friðar og lýðræðis““, sagði Ban í fyrirlestri sínum í Stokkhólmi.

„Í dag er það ég sem tek við ákalli eins og því sem ég sendi sem nemandi. Ég þarf að sinna þeim verkefnum sem Hammarskjöld gerði: að verja gildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna, stýra starfsfólkinu og aðildarríkjunum í átt að okkar sameiginlegu markmiðum.“

Aðalframkvæmdastjórinn þakkaði sænsku stjórninni og þjóðinni fyrir að vera rausnarlegasti gefandi heims miðað við höfðatölu. „Jafnvel þótt þið hafið orðið að auka framlög vegna þarfa flóttamanna, hafið þið haldið aðdáunarlega fast í framlög ykkar til þróunaraðstoðar.”

„Svíþjóð er sannkallað stórveldi á sviði samstöðu, samræðu og samvinnu.”

Hlutskipti sýrlenskra flóttamanna var efst á dagskrá aðalframkvæmdastjórans og sænska forsætisráðherrans, Stefans Löfven, á fundi þeirra og hann kom inn á þau mál í fyrirlestri sínum. Hann sagði að Svíar gætu verið stoltir af því að hafa tekið við fleiri flóttamönnum en nokkur önnur þjóð í Evrópu, sé miðað við höfðatölu. Hann sagðist hafa hit flóttamenn nýverið í Jórdaníu og Líbanon.

“Dag Hammarskjöld sagði eins og frægt er að Sameinuðu þjóðirnar hefðu ekki verið stofnaðar til að koma mannkyninu til himnaríkis, heldur til að forða því frá helvíti.

Þessir flóttamenn hafa flúið helvíti. Þeir þurfa á hjálp okkar að haldi í anda sameiginlegrar alheimsábyrgðar.

Ég veit að það eru spenna og erfiðleikar samfara því að taka við svo mörgum flóttamönnum. En ég hef heyrt ánægjulegar sögur af góðvild og gestrisni Svía.

Skilaboð mín til Svíðþjóðar er að halda áfram í nafni samstöðu.”