Flóttamenn frá plánetunni Jörð

0
472
ProjectEveryone

ProjectEveryone

1.október 2015. Richard Curtis, hefur gert heimsþekktar bíómyndir á borð við Fjögur brúðkaup og jarðarför, Hr. Bean, Love Actually og Dagbók Bridget Jones. Sumir vita líka að að hann er stofnandi bresku “Grín-hjálparinnar” (Comic Relief) og forsprakki fjáröflunarátaks í þágu góðgerðarmála, sem nefnist “Dagur rauða nefsins”.

Project Everyone richard 2Undanfarið ár hefur breski kvikmyndagerðarmaðurinn hins vegar unnið náið með Sameinuðu þjóðunum að annars konar verkefni: Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum.

Árangur samvinnu Curtis og SÞ eru “Project everyone” og herferð sem kennd er við Heimsmarkmiðin”.

Ég hlakkaði til ársins 2015 og mér fannst að ég ætti að gera mitt til þess að nýju markmiðin yrðu miklu þekktari en Þúsaldarmarkmiðin um þróun,” segir Curtis.

Curtis hefur unnið með þekktum listamönnum og öðru frægu fólki til þess að breiða út boðskapinn í aðdraganda leiðtogafundar Sameinuðu þjóðanna um Sjálfbæra þróun 25.til 27.september.

Hann segir að Project Everyone” séu lítil samtök sem standi á eigin fótum og noti hvaða form og hvaða úrræði sem er til þess að kynna Sjálfbæra þróun fyrir heimsbyggðinni.

Við verðum að gera skemmtilega hluti á Facebook. 92% fólks hlustar enn á útvarp og þess vegna látum við að okkur kveða á öldum ljósvakans. Við reynum að koma að auglýsingum í kvikmyndahúsum í eins mörgum ríkjum og hægt er,” segir Curtis í viðtali við vefsíðu SÞ.

Þekkt knattspyrnulið í ensku úrvalsdeildinni á borð við Liverpool, Tottenham og Crystal Palace taka þátt í áskorun sem heitir á máli heimamanna Dizzy Goal Challenge til að vinna að framgangi Heimsmarkmiðanna. Heimsborgarahátíðina, (Global Citizen’s Festival) sem haldin er á fjögurra ára fresti ber upp á sama tíma og kynningu Heimsmarkmiðanna í New York og er hún helguð þeim að þessu sinnni. Þar koma fram listamenn á borð við Coldplay, Ed Sheeran, Pearl Jam og verður gerður klukkutíma sjónvarpsþáttur sem BBC hefur selt út um allan heim.

Það verður úrvalstónlist í sjónvarpsþættinum en ég vona líka að myndbrotin sem sýnd verða, muni koma því Project Everyone Red Nose Dayeftirminnilega til skila hvaða árangur hefur náðst þökk sé Þúsaldarmarkmiðunum og við hverju megi búast af Heimsmarkmiðunum um sjálfbæra þróun,” segir Curtis.

Þessir tónleikar verða í New York en vonir standa til að það verði tónleikar af þessu tagi í nýrri borg um allan heim næstu fimmtán árin.

Curtis segir að Project Everyone reyni að koma því til skila til allra leiðtoga heims að nú sé einstakt tækifæri til að vinna þjóðþrifaverk ekki aðeins heimafyrir heldur einnig á heimsvísu.

Ég rakst á frábæra skopmynd sem eiginlega sýnir þetta í hnotskurn. Á henni má sjá risastsórt herskip á miðju Miðjarðarhafi og toppi þess trónir maður. Við hliðina á er lítið flóttamannaskip. Maðurinn á herskipinu kallar: „Hvaðan eruð þið?” og svarað er um hæl: „Frá jörðinni”. Og þetta er okkar hugmynd að jörðin sé okkar sameiginlega heimili…Það er gott og blessað að rækta sitt nánasta umhverfi, en enginn skyldi heldur gleyma stóra heimilinu” sem allir jarðarbúar deila.”

(úr fréttabréfi UNRIC; september 2015)