A-Ö Efnisyfirlit

Að kaupa í matinn

Versla

  • Skipulagning er gott vopn í baráttunni gegn sóun matvæla. Mataráætlanir, innkaupalistar og svo aleinfaldasta ráðið: að taka mynd af ísskápnum á snjallsímann. Þetta tryggir að þú veist hvað þú átt í ísskápnum, þegar til kastanna kemur í versluninni og kaupa á í kvöldmatinn.
  • Aldrei að kaupa í matinn á fastandi maga. Fáðu þér banana áður en þú verslar.  Ef þú er svangur/svöng þá hefur þú tilhneigingu til að kaupa meira en þörf krefur.  
  • Veldu minni stærð innkaupakörfu- og vagna. Fræðimenn telja að verslanir hafi stækkað körfur og vagna á síðustu tveimur áratugum. Stórar körfur og vagnar hafa áhrif á okkur því þær virðast tómar og maður kaupir meira í hugsunarleysi. Ef þú vilt aðeins kaupa það sem þú hefur þörf fyrir, skaltu velja minni tegundirnar.
  • Skyggnstu eftir vörum á síðasta söludegi til þess að nota í matinn samdægurs.  Margar verslanir bjóða afslátt á slíkum vörum.  
  • Magnafsláttur er sannkölluð sóunargildra og því ættir maður að hafa varann á nema maður sé viss um að maður noti allan matinn. Að öðrum kosti er verið að fleygja peningum út um gluggann.

 

Fréttir

Guterres: COP25 glatað tækifæri

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur lýst vonbrigðum sínum með niðurstöður COP25, Loftslagsráðstefnu Sameinuðu...

Ný þróunarskýrsla SÞ beinir kastljósi að ójöfnuði

Þróunarskýrsla Sameinuðu þjóðanna beinir sjónum að ójöfnuði.

Markmiðin og bankinn, matarsóun og goðafræði

Desemberútgáfan af Norræna fréttabréfi UNRICs er komin út og má sjá hér að neðan. Í...

SÞ helgar ungu fólki mannréttindaginn

Sameinuðu þjóðirnar heiðra ungt fólk í heiminum á Mannréttindadegi samtakanna 10.desember með átaki sem...