Að geyma

0
465

Isskápur

  • Skipulagðu ísskápinn, frystinn og eldhússkápana. Raðaðu elstu vörunni fremst og notaðu það elsta fyrst. Kláraðu allt í ísskápnum, skápunum og frystinum. Það leynast fjárssjóðir inn á milli sem sannarlega má klára.
  • Gakktu úr skugga um að hitastigið í ísskápnum sé ekki of hátt. Rannsóknir benda til að ef að ískápurinn er stilltur aðeins nokkrum gráðum of lágt minnkar það líftíma mjólkur töluvert.
  • Ekki geyma brauð í ísskápnum. Það er mun betra að geyma brauð á ljóslitlum köldum stað. Þá hentar einnig vel að frysta brauð og nota það síðar.
  • Frystirinn er vinur þinn. Stærstur hluti umframmatar og afganga má frysta. Afganga af réttum má skera niður og frysta og sama máli gegnir um brauð.  Meira að segja rjóma, kryddjurtir, og grænmetis- og ávaxtaafanga má hluta niður og frysta.
  • Hafðu stjórn á geymsluþolinu og gerðu þér grein fyrir merkingu tveggja mikilvægra hugtaka: 1.) “síðasti söludagur” en það á við ferska kjötvöru, fisk og fleira. Slíks á helst ekki að neyta eftir þennan dag. 2.)”Best fyrir” er annars eðlis. Óhætt er að leggja sér til munns mat svo sem pasta, hrísgrjón, hrökkbrauð, súkkulaði, múslí og þess háttar, eftir síðasta söludag . Ef þú ert í vafa þefaðu eða smakkaðu matinn.
  • Tryggðu að frágangur matarins sé fullnægjandi. Eftir að búið er að opna pakkningarnar en allt hráefnið ekki notað er mikilvægt að matnum sé pakkað inn á fullnægjandi hátt. Þannig er hægt að lengja líftíma og um leið betrum bæta nýtingu.
  • Eftir að búið er að opna matvöru svo sem ost og skinku er hægt að lengja líftíma þeirra með því að pakka því þétt inn aftur eða geyma í loftþéttum umbúðum. Þá er gott að hafa í huga að því fyrr sem að matvara er notuð, eftir að búið er að opna upprunalegu pakkninguna, því betra.
  • Geymdu matinn á réttan hátt. Það er auðvelt að finna “apps” og leiðbeiningar á netinu um hvernig ber að geyma mat með sem bestum árangri.
  • Mundu að setja afgangana fljótt í ísskápinn því það kann ekki góðri lukku að stýra að láta matinn standa á borðum í fleiri klukkutíma.
  • Komdu þér up palls kyns plast-ílátum til að geyma afganga í.  Gott ráð era ð hafa upprúllaða plastpoka í í sskápnum. Með þessu er sjálfkrafa minnt á að nota þá til að geyma mat.